Katrín Jakobsdóttir á föstudagsfundi Viðskiptaráðs

Félagar Viðskiptaráðs fá reglulega uppfærslu á efnahagsstöðunni á tímum COVID-19 á föstudagsfundum ráðsins.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er gestur Viðskiptaráðs á félagafundi ráðsins

Félagar Viðskiptaráðs Íslands fá reglulega uppfærslu á stöðunni og innsýn á tímum COVID-19 á lokuðum föstudagsfundum ráðsins. Fundunum er ætlað að vera fræðandi og uppbyggjandi og veita innsýn í vinnu ráðsins sem málsvara viðskiptalífsins á hamfaratímum. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri ráðsins og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur ráðsins, halda kynningu um stöðu hverrar viku með tilliti til efnahagsáhrifa og aðgerða. Jafnframt koma gestir á fundina sem veita ólíka innsýn út frá sinni sérgrein. Björn Zoega, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð kom t.a.m. á síðasta fund og fór yfir stöðuna í Svíþjóð og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er næst á dagskrá sem gestur ráðsins næstkomandi föstudag.

Útbreiðsla COVID-19 er í senn ógn við heilsu landsmanna, daglegt líf og efnahagslífið. Því er mikilvægt að allir taki höndum saman til að hefta útbreiðslu og lágmarka röskun kórónaveirunnar á daglegt líf landsmanna. Í því skyni eru rösklegar aðgerðir ríkisstjórnar fyrir viðskiptalífið nauðsynlegar til að veita andrými á óvissutímum. Viðskiptaráð uppfærir stöðuna reglulega á sér COVID-19 síðu og veitir gagnlegar upplýsingar til handa viðskiptalífinu. #covid-19

Nánar um kosti aðildar

Með því að gerast aðili að Viðskiptaráði Íslands getur fyrirtæki þitt tekið þátt í að móta íslenskt viðskiptalíf, notfært sér margvíslega þjónustu ráðsins, komið hugmyndum og málefnum á framfæri, varið mikilvæga viðskiptahagsmuni í gegnum þriðja aðila og eflt bæði innlent og alþjóðlegt tengslanet.

Aðild að Viðskiptaráði felur meðal annars í sér eftirfarandi ávinning:

  • Aðgangur að öflugum málsvara sem gætir hagsmuna meðlima gagnvart hinu opinbera og öðrum, bæði sértækra hagsmuna einstakra félaga og hagsmuna viðskiptalífsins í heild.
  • Efling innlends tengslanets í gegnum stjórn Viðskiptaráðs, málefnahópa, Viðskiptaþing og reglulega fundi um málefni sem varða atvinnulífið.
  • Efling alþjóðlegs tengslanets sitt í gegnum samstarf Viðskiptaráðs við önnur viðskiptaráð og hagsmunasamtök erlendis, millilandaráð og sendiráð hérlendis sem erlendis.
  • Ráðgjöf og þjónusta Viðskiptaráðs án endurgjalds. Sem dæmi má nefna öflun og miðlun upplýsinga til aðildarfélaga, samskipti við opinbera aðila og lögfræðiráðgjöf.
  • Áhrif á umsagnir Viðskiptaráðs um drög að reglugerðum opinberra stofnana og frumvörpum til Alþingis.
  • Aðgangur að fjölda viðburða og funda Viðskiptaráðs og fá betri kjör á námskeið Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík, en viðburðir eru oft haldnir eftir ábendingar frá félögum.
  • Áhrif á útgáfu Viðskiptaráðs, en ráðið gefur út stefnumótandi skýrslur, skoðanir og greinar ár hvert sem ætlað er að auka veg aðildarfélaga í viðskiptum.

Helstu upplýsingar um aðild að Viðskiptaráði Íslands veitir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri, í síma 510-7100.

Tengt efni

Verðmætasköpun er forsenda velferðar

Áherslur Viðskiptaráðs Íslands fyrir alþingiskosningar 2021
15. sep 2021

Forgangsraða þarf aðgerðum í loftslagsmálum

Nauðsynlegt er að kostnaðar- og ábatagreinaþær aðgerðir sem ráðast á í svo hægt ...
5. okt 2020

Forgangsröðun í þágu verðmætasköpunar

Á þessum tímapunkti þurfa stjórnvöld að forgangsraða í ríkisfjármálum til ...
20. okt 2020