Ekki frekari greiðsludreifing aðflutnings- og vörugjalda

Á síðustu misserum hafa stjórnvöld boðið upp á greiðsludreifingu aðflutnings- og vörugjalda sem úrræði til aðstoðar fyrirtækjum í lausafjárvandræðum. Greiðsludreifing þessi var sett á af hálfu fjármálaráðuneytisins, og stóð síðast til boða vorið 2010. Í meðförum efnahags- og skattanefndar á frumvarpi um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld var bætt við greiðsludreifingu vegna nóvember og desember 2010.

Greiðsludreifing aðflutnings- og vörugjalda hefur virkað vel fyrir þau fyrirtæki sem eru í lausafjárvandræðum og hefur því skilað góðum árangri. Það er því engin tilviljun að aðilar í innflutningi eru orðnir óþreyjufullir í bið sinni eftir svari um hvort frekari dreifing verði sett á, enda er fyrsta  greiðslutímabil þessara gjalda hafið með gjalddaga þann 15. mars næstkomandi. En þetta er eitt af fáum úrræðum sem stjórnvöld hafa farið út í sem hefur skilað fyrirtækjum góðum árangri.

Hins vegar lítur út fyrir að innflutningsaðilar geti ekki gert ráð fyrir því að frekari greiðsludreifingu aðflutnings- og vörugjalda verði komið á. Erfitt hefur reynst að fá skýr svör frá ráðuneytinu um framhaldið, ástæður sem liggja hér að baki eða hvort gripið verði til annarra úrræða til að létta undir með þeim fyrirtækjum sem hafa nýtt sér þetta. Viðskiptaráð mun halda áfram að þrýsta á að greiðsludreifing aðflutningsgjalda taki til næstu gjalddaga. Bati hagkerfisins hefur verið hægari en vonir stóðu til og úrræði sem þetta er til þess fallið að verja bæði verðmæti og störf.

Tengt efni:

Tengt efni

Vill Efling lækka laun?

Efling segir að svigrúm sé til 9,5% launahækkana í kjarasamningum, miðað við ...
25. ágú 2022

Stjórn Landspítala verði raunverulegur æðsti ákvörðunaraðili

Umsögn Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um breytingu á lögum um ...
7. apr 2022

Getum við allra vinsamlegast gyrt okkur?

Við hefðum ekki getað rekið íslenskt samfélag og atvinnulíf síðastliðna áratugi ...
26. maí 2022