The Icelandic Economy - 3F 2021

Viðskiptaráð hefur birt nýjustu útgáfu The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi.

Að þessu sinni er skýrslan styttri og einfaldari en áður. Ætlunin að uppfæra ritið framvegis ársfjórðungslega enda hafa síðustu misseri og dagar sýnt að hlutirnir geta breyst hratt á stuttum tíma.

Í skýrslunni er fjallað um uppbyggingu hagkerfisins, nýjustu þróun og framtíðarhorfur. Þá er fjallað sérstaklega um samkeppnishæfni Íslands og nýlega styrkingu íslensku krónunnar. Að öðru leyti er fjallað um stofnanaumgjörð og efnahagsþróunina í víðu samhengi. Fram kemur að fjölmargir mælikvarðar bendi til hraðari viðspyrnu hagkerfisins heldur en áður var talið, en nýboðaðar landamæraaðgerðir og fjölgun smita sýna að óvissan er enn mikil.

Lesa skýrsluna

Skjáskot úr skýrslunni

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu árum og fyrir lítið opið hagkerfi er nauðsynlegt að upplýsingagjöf til erlendra aðila sé öflug. Skýrslan er því send til erlendra tengiliða í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og hjá hinu opinbera víðs vegar um heiminn.

Viðskiptaráð býður upp á kynningar á skýrslunni og prentuð eintök í takmörkuðu upplagi. Hafa má samband við hagfræðing ráðsins, Konráð S. Guðjónsson (konrad@vi.is), fyrir nánari upplýsingar.