Morgunverðarfundur: Framtíðaruppbygging atvinnuvega á Íslandi

Þriðjudaginn 31. ágúst munu Viðskiptaráð Íslands, Sendiráð Japans á Íslandi, Háskólinn í Reykjavík og japönsk fræði við Háskóla Íslands standa fyrir morgunverðarfundi. Yfirskrift fundarins er „Hagvaxtarstefna Asíulanda - Lærdómar fyrir Ísland“ en aðalræðumaður verður Dr. Seiichiro Yonekura, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi Háskóla í Tókýó.

Tilgangurinn fundarins er m.a. að draga fram mikilvægi þess að stjórnvöld móti stefnu í uppbyggingu atvinnuvega hér á landi og jafnframt að hvetja til þess að því að slík stefna verði útbúin. Málið er sérstaklega áhugavert í ljósi fyrirhugaðrar sameiningar iðnaðar-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyta í eitt atvinnuvegaráðuneyti.

Dr. Yonekura sækir Ísland nú heim í annað sinn, en hann flutti erindi á málstofu um nýsköpun sem haldin var í Háskóla Íslands í febrúar á þessu ári. Eins og áður sagði er hann forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi Háskóla í Tókýó og hefur lokið doktorsnámi frá Harvard Háskóla í Bandaríkjunum. Dr. Yonekura starfar einnig sem deildarforseti við endurmenntunarstofnun Mori ARK Academy Hills og hefur starfað sem aðstoðarforseti stofnunar um stefnumótun hjá Sony Corporation.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun setja fundinn en fundarstjóri er Ari Kristinn Jónsson rektor HR. Aðrir ræðumenn eru Birkir Hólm Guðnason forstjóri Icelandair og Björn Rúnar Guðmundsson skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

Tengt efni

Economic growth policy in Asia - Lessons for Iceland

How can strategic cooperation between private industries and the government ...
31. ágú 2010

Hagvaxtarstefna Asíulanda - Lærdómar fyrir Ísland

Hvernig getur skipulagt samstarf milli viðskiptalífs og hins opinbera stutt við ...
31. ágú 2010

Morgunverðarfundur: Uppbygging atvinnuvega

Þriðjudaginn 31. ágúst fer fram morgunverðarfundur þar sem m.a. verður rætt um ...
17. ágú 2010