Námskeið - Incoterms 2010

Landsnefnd Alþjóða viðskiptaráðsins (ICC) stendur fyrir námskeiði á Íslandi um alþjóðlegu vöruflutningsskilmálana Incoterms 2010 miðvikudaginn 29. september. Ný og endurskoðuð útgáfa verður kynnt á fundi ICC í París þann 27. september. Margir hafa beðið eftir þessari endurskoðun með óþreyju, en 10 ár eru liðin síðan síðasta endurskoðun flutningsreglnanna kom út.

Fyrirlesari á námskeiðinu verður Asko Räty lögmaður og einn helsti sérfræðingur Finna á þessu sviði, en hann starfaði í nefnd ICC um endurkoðun Incoterms. Námskeiðið verður haldið tvisvar, fyrir og eftir hádegi, með sömu dagskrá í bæði skiptin og fer það fram á Grand Hótel Reykjavík.

Námskeiðið er sérstaklega gagnlegt fyrirtækjum sem standa í inn- og útflutningi, en er einnig nytsamlegt lögfræðingum, endurskoðendum, flutningafyrirtækjum og öllum þeim sem áhuga hafa á alþjóðaviðskiptum. Námskeiðið fer fram á ensku, en bókin Incoterms 2010 fylgir með námskeiðsgögnum.

Þátttökugjald er kr. 40.000. Félögum í Landsnefnd Alþjóða viðskiptaráðsins, millilandaráðum og Viðskiptaráði Íslands er veittur 20% afsláttur og fá þátttökugjaldið á kr. 32.000.

Skráning fer fram hér.

Tengt efni

Viðburðir

Námskeið - Incoterms 2010

Landsnefnd Alþjóða viðskiptaráðsins (ICC) stendur fyrir námskeiði um alþjóðlegu ...
29. sep 2010
Viðburðir

Námskeið: Incoterms 2010

Landsnefnd Alþjóða viðskiptaráðsins (ICC) stendur fyrir námskeiði um alþjóðlegu ...
2. mar 2012
Viðburðir

Námskeið Incoterms 2000

Landsnefnd Alþjóða viðskiptaráðsins stendur fyrir námskeiði um alþjóðlega ...
27. mar 2008