Námskeið - Incoterms 2010

Landsnefnd Alþjóða viðskiptaráðsins (ICC) stendur fyrir námskeiði á Íslandi um alþjóðlegu vöruflutningsskilmálana Incoterms 2010 miðvikudaginn 29. september. Ný og endurskoðuð útgáfa verður kynnt á fundi ICC í París þann 27. september. Margir hafa beðið eftir þessari endurskoðun með óþreyju, en 10 ár eru liðin síðan síðasta endurskoðun flutningsreglnanna kom út.

Fyrirlesari á námskeiðinu verður Asko Räty lögmaður og einn helsti sérfræðingur Finna á þessu sviði, en hann starfaði í nefnd ICC um endurkoðun Incoterms. Námskeiðið verður haldið tvisvar, fyrir og eftir hádegi, með sömu dagskrá í bæði skiptin og fer það fram á Grand Hótel Reykjavík.

Námskeiðið er sérstaklega gagnlegt fyrirtækjum sem standa í inn- og útflutningi, en er einnig nytsamlegt lögfræðingum, endurskoðendum, flutningafyrirtækjum og öllum þeim sem áhuga hafa á alþjóðaviðskiptum. Námskeiðið fer fram á ensku, en bókin Incoterms 2010 fylgir með námskeiðsgögnum.

Þátttökugjald er kr. 40.000. Félögum í Landsnefnd Alþjóða viðskiptaráðsins, millilandaráðum og Viðskiptaráði Íslands er veittur 20% afsláttur og fá þátttökugjaldið á kr. 32.000.

Skráning fer fram hér.

Tengt efni

Fullt hús á námskeiði Viðskiptaráðs og LOGOS

Helga Melkorka Óttarsdóttir og Arnar Sveinn Harðarson fjölluðu um breytingar á ...
10. mar 2023

Námskeið um breytt regluverk

Viðskiptaráð og LOGOS standa fyrir námskeiði um breytingar á regluverki á sviði ...
28. feb 2023