Átak RSK: Bæta þarf skil ársreikninga

Rætt var við Tómas Má Sigurðsson, formann Viðskiptaráðs, í Fréttablaðinu á fimmtudaginn síðasta en tilefnið var átak sem fyrirtækjaskrá RSK hefur hafið til að bæta ársreikningaskil. Á næstu vikum mun fyrirtækjaskrá senda þeim 15.000 fyrirtækjum sem ekki hafa skilað inn ársreikningi fyrir árið 2009 bréf þar sem sektir eru boðaðar sé ársreikningi ekki skilað innan 30 daga. Virði viðkomandi fyrirtæki bréfin að vettugi eiga þau á hættu að fá 250.000kr. sekt.

Átakið er ekki að ástæðulausu en eins og kom fram í máli Skúla Jónssonar, forstöðumanns fyrirtækjaskrár, hefur töluverður misbrestur verið á að ársreikningum sé skilað inn á réttum tíma. Vanskilalisti ársreikningaskrár ber það glögglega með sér. Þrátt fyrir það hefur sektarákvæðum aðeins verið beitt í fáum tilvikum, þar til nú.

Viðskiptaráð hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að aðildarfélagar og önnur fyrirtæki skili ársreikningum sínum innan lögboðins frests. Ástæður fyrir þessari áherslu ráðsins eru margvíslegar en þar skiptir vafalaust mestu að slök skil á grundvallar rekstrarupplýsingum hafa dregið úr tiltrú á íslenskt atvinnulíf, bæði hérlendis en ekki síst erlendis. Vill ráðið því aftur hvetja þá sem ekki hafa skilað inn ársreikningi fyrir árið 2009 að bæta snarlega úr því, koma sér undan sektargreiðslum og stuðla að heilbrigðara viðskiptaumhverfi hér á landi.

Fjallað var um málið á forsíðu Fréttablaðsins, sjá hér.

Tengt efni:

Tengt efni

Gott samstarf atvinnulífs og yfirvalda í ársreikningamálum

Viðskiptaráð hefur í starfsemi sinni á síðustu misserum hvatt fyrirtæki til að ...
28. des 2010

Breyting á lögum um verslanaskrár, firmu, prókúruumboð, lögum um sameignarfélög og lögum um fyrirtækjaskrá

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar ...
18. nóv 2013

Hagræði fólgið í rafrænni fyrirtækjaskrá

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis ...
24. apr 2017