Samtök um heilsuferðaþjónustu

2011.05.12 vþ skýrsla forsíðaÞessi grein er ein af mörgum greinum í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands til árlegs Viðskiptaþings. Skýrslan í ár ber heitið Tökumst á við tækifærin - atvinnulíf til athafna og pdf útgáfu skýrslunnar má nálgast á þessari slóð.


2011.05.16 Magnús Orri SchramAðilar innan Samtaka um heilsuferðaþjónustu telja að til skemmri tíma litið séu möguleikar Íslands á sviði vellíðunarferðaþjónustu (wellness) miklir en til lengri tíma felast líklega meiri möguleikar að tengja saman lækningar og ferðaþjónustu (medical). Þar erum við skemmra á veg komin og sá þáttur er flóknari í uppbyggingu.

Samtökin leggja áherslu á að unnið verði að ímynd Íslands sem heilsulands með áherslu á hreina loftið, vatnið og náttúruna. Þá er mikilvægt að vinna að auknum gæðum í gegnum menntun starfsfólks, upptöku gæðaviðmiða og með styrkingu rannsókna. Þannig verða möguleikar heilsuferðaþjónustu nýttir til fulls. Samtökin leggja mikla áherslu að efla þurfi þekkingu til að geta sótt fram.

Það er almenn skoðun að Ísland eigi mikla möguleika á sviði heilsuferðaþjónustu og að margir vannýttir möguleikar liggja í samstarfi ólíkra aðila á sviði vöruþróunar og markaðssetningar. Víða eru þróaðir innviðir þegar til staðar, en þar má nefna Bláa Lónið, Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og Jarðböðin við Mývatn sem gefa möguleika til frekari sóknar.

Framtíðin í heilsutengdri ferðaþjónustu
Samtökin sjá mikla möguleika í heilsuferðaþjónustu – hún getur gegnt lykilhlutverki í að lengja ferðamannatímann á Íslandi og að auka arðsemi greinarinnar. Ferðamenn sem koma vegna lækninga eða heilsubóta – eru minna háðir veðri og eru tilbúnir til að greiða fyrir aukna þjónustu. Ef vel tekst til getur Ísland því náð tveimur helstu markmiðum ferðaþjónustunnar í gegnum heilsuferðaþjónustu, að auka arðsemi og lengja tímabilið.

Ísland þarf að marka sér sérstöðu ef árangur á að nást á þessu sviði en sú sérstaða liggur í nánu samspili náttúru, vellíðunar og heilsu.  En til að ná markmiðum sínum þarf ferðaþjónustan hins vegar að auka gæði, þekkingu, rannsóknir og samvinnu á sviði vöruþróunar og markaðssetningar.

Magnús Orri Schram, Samtök um heilsuferðaþjónustu

Tengt efni

Hitam(ál) – Hvað er málið með álið?

Hugmyndir um takmörkun á stóriðju hér á landi annars vegar og samdrátt í losun á ...
3. apr 2023

Gengið of langt í afskiptum hins opinbera af verslunarrekstri

Umsögn Viðskiptaráðs um breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur
7. apr 2022