Niðurskurður eða skattahækkanir?

2011.05.12 vþ skýrsla forsíðaÞessi grein er ein margra í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands til árlegs Viðskiptaþings. Skýrslan í ár ber heitið Tökumst á við tækifærin - atvinnulíf til athafna og pdf útgáfu skýrslunnar má nálgast á þessari slóð.


2011.05.17 Kristín PétursdóttirUndanfarin misseri hefur mikil umræða farið fram um hvort heppilegra sé að hækka skatta eða draga úr útgjöldum hins opinbera til að þess koma jafnvægi á opinber fjármál. Nýleg rannsókn tveggja prófessora við Harvard háskóla, Alberto Alesina og Silvia Ardagna,1 bendir til að hagfelldara sé að leggja áherslu á niðurskurð útgjald til að efla hagvöxt og bæta skuldastöðu. Úttekt Alesina og Ardagna byggir á gögnum frá 21 OECD ríki á tímabilinu 1970 til 2007 þar sem efnahagsáföll leiddu til að þörf var á aðlögun opinberra fjármála.  Meðal ríkja sem rannsóknin náði til voru Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru eftirfarandi:

  • Aðlögun í ríkisfjármálum sem felst í samdrætti í útgjöldum og engum skattahækkunum er líklegri til að ýta undir hagvöxt, draga úr halla og skuldum hins opinbera en aðlögun sem felst í skattahækkunum. 
  • Aðgerðir í ríkisfjármálum sem byggjast á skattalækkunum frekar en auknum útgjöldum eru líklegri til að örva hagvöxt.

Ef marka má þessar niðurstöður væri vænlegri leið í aðlögun í ríkisfjármálum og til að ýta undir hagvöxt hérlendis að ráðast í aukinn niðurskurð í opinberum útgjöldum frekar en róttækar breytingar á skattkerfinu. Núverandi breytingar á skattakerfinu umbylta grónu rekstrarumhverfi til áratuga og ætlast er til þess að atvinnulíf og launþegar lagi sig að breyttu umhverfi á undraskömmum tíma. Vera má að einfalt sé að fresta nauðsynlegum niðurskurði hjá hinu opinbera en það er ekki vænlegt til að bæta skuldastöðu hins opinbera og efla hagvöxt hérlendis á komandi árum.

Kristín Pétursdóttir, Auður Capital


1. Greinin heitir „Large changes in fiscal policy: taxes versus spending“ frá því í október á síðasta ári. Höfundar hennar eru Alberto Alesina and Silvia Ardagna sem eru báðir prófessorar við Harvard háskóla í bandaríkjunum. Greinina er hægt að nálgast á eftirfarandi vefslóð: http://url.is/4n1

Tengt efni

Hver er þín verðbólga?

Viðskiptaráð hefur sett upp reiknivél sem gerir hverjum og einum kleift að ...
17. ágú 2022

Að spá fyrir um það sem hefur aldrei gerst

Sé kíkt undir húddið sést að atvinnuleysi er sá þáttur sem ræður einna mestu um ...
13. maí 2020

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020