Skattkerfið: Breytingar til batnaðar

Undanfarin misseri hafa stjórnvöld staðið fyrir víðtækum breytingum á íslenska skattkerfinu, sem flestar hafa falið í sér hamlandi áhrif á atvinnulíf og letjandi áhrif á athafnasemi fólks. Á heimasíðu Viðskiptáraðs má finna yfirlit yfir helstu skattkerfisbreytingar sem átt hafa sér stað á síðastliðnum þremur árum. Viðskiptaráð hefur gagnrýnt margar af þessum breytingum harkalega og t.a.m gaf ráðið út skýrslu um með Samtökum atvinnulífsins, Skattkerfi atvinnulífsins - Fjárfesting, atvinna lífskjör síðastliðið haust þar sem bent var á ríflega tuttugu atriði sem færa þyrfti til betri vegar í skattkerfinu.

Mikilvæg forsenda þess að hagkerfið komist aftur á skrið er að undið verði ofan af þeim fjölmörgu mistökum sem gerð hafa verið við breytingar á skattkerfinu frá bankahruni. Þann 18. maí síðastliðinn lagði ríkisstjórnin fram skattabandorm í tengslum við nýgerða kjarasamninga þar sem tekið er á nokkrum af þeim vanköntum á skattkerfinu sem Viðskiptaráð hefur fjallað um undanfarin misseri. Meðal þeirra breytinga sem stefnt er að eru:

  • Skattlagning einstaklinga starfandi í eigin félögum
  • Skilyrði fyrir frádráttarbærni arðgreiðslna og söluhagnaðar
  • Afdráttur skatta á vaxtagreiðslur til erlendra aðila
  • Lagfæringar á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki
  • Mat hlutabréfa við skilgreiningu á gjaldstofni auðlegðarskatt

Því ber að fagna að nú liggi fyrir tillögur frá stjórnvöldum um skattabreytingar þar sem mistök verða leiðrétt og að um er að ræða breytingar sem líklegar eru til að bæta rekstrarumhverfi og efla atvinnustarfsemi. Því ber þó að halda til haga að enn eru verulegir vankantar á skattkerfinu sem draga úr samkeppnishæfi rekstrarumhverfis fyrirtækja og þá Íslands almennt. T.a.m. þarf að huga betur að hvernig skattlagningu einstaklinga í eigin félögum sem og arðgreiðslum er háttað. Fyrstu skref af mörgum í vegferð til úrbóta eru þó vonandi stigin.

Önnur umfjöllun Viðskiptaráðs um skattkerfið

Tengt efni

At­vinnu­rekstur er allra hagur

„Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað ...
23. feb 2024

Rafrænar skuldaviðurkenningar verði ekki einskorðaðar við neytendur

Umsögn Viðskiptaráðs við frumvarp til laga um rafrænar skuldaviðurkenningar (mál ...
10. maí 2023

Viðskiptaráð hvetur löggjafann til að leita hófsamari leiða

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum
1. nóv 2022