Samstarfið við AGS gert upp

Í gær fór fram ráðstefna AGS, Seðlabankans og íslenskra stjórnvalda um lærdóma sem draga má af efnahagskreppunni og þau verkefni sem framundan eru. Ráðstefnan fór fram undir yfirskriftinni „Iceland´s Recovery - Lessons and Challenges“.

Á ráðstefnunni tóku til máls forsvarsmenn ríkisstjórnar og Seðlabankans ásamt fulltrúum launþegahreyfingar og atvinnulífs. Einnig kynntu bæði innlendir og erlendir fræðimenn eigin sýn á stöðu mála hér á landi, en meðal þeirra síðarnefndu voru Joseph Stiglitz, Paul Krugman, Simon Johnson og Martin Wolf.

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, flutti erindi á ráðstefnunni um mikilvægi samræmis á milli stefnu annarsvegar og aðgerða hinsvegar, sem stuðla að nýtingu þeirra ríku tækifæra sem hér eru fyrir hendi. Hann benti á að í of mörgum tilvikum hamlaði útfærsla á núverandi stefnu stjórnvalda í raun efnahagsbata, vegna þess að um of hefði dregið úr hvötum til vinnusemi og framtaks.

Tengt efni

Almennar aðgerðir varði leiðina áfram

Með ströngum skilyrðum hlutabótarleiðar er beinlínis gengið gegn þeirri áherslu ...
27. maí 2020

FOÍS: Viðskiptaferð til Færeyja 17.-19. október

Nýtt starfsár FOIS hefst með viðskiptaferð til Færeyja dagana 17-19 október. Í ...
17. okt 2016

Peningamálafundur VÍ: Skaðsemi haftanna mikil

Í morgun stóð Viðskiptaráð fyrir fjölsóttum morgunverðarfundi á Hilton Reykjavík ...
5. nóv 2010