Umsóknarfrestur fyrir námsstyrki VÍ rennur út 27. janúar

Umsóknarfrestur fyrir námsstyrki Viðskiptaráðs Íslands fyrir árið 2012 rennur út kl. 16 föstudaginn 27. janúar. Ráðið hefur um árabil veitt styrki til framhaldsnáms erlendis, en líkt og undanfarin ár verða veittir fjórir styrkir. Afhending þeirra fer fram á Viðskiptaþingi, sem haldið verður miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi. Allar nánari upplýsingar má nálgast hér.