Skynsamleg vaxtaákvörðun

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum í dag. Efnahagsbatinn heldur áfram að mati bankans en óvissa hefur aukist vegna versnandi efnahagshorfa í helstu viðskiptalöndum. Verðbólguhorfur hafa hins vegar versnað en verðbólga mælist nú fjórum prósentum yfir markmiði bankans. Þrátt fyrir þetta verða vextir óbreyttir í bili.

„Ákvörðunin er skynsamleg þar sem sá efnahagsbati sem hér hefur mælst undanfarin misseri stendur veikum fótum og er um of neysludrifinn. Tímabundnar aðgerðir sem gengið hafa á sparnað landsmanna vega þar þungt. Hagvöxtur kemst ekki varanlega á skrið á ný fyrr en fjárfestingar eru farnar að taka við sér og enn virðist bið á því, þó veikar vísbendingar séu um aukna atvinnuvegafjárfestingu. Þá er títtnefndur áhugi erlendra aðila á fjárfestingu í verkefnum hérlendis enn bara í orði.“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Seðlabankinn gaf jafnframt ótvírætt til kynna að óðum styttist í vaxtahækkanir og áhrif nýlegra launahækkana spila þar inn í. Það er því mikilvægt að hið opinbera auki á aðhald ríkisfjármálastefnunnar því óbreytt ástand mun auka líkur á vaxtahækkunum næstu misserin.

Tengt efni

Dauða­færi ríkis­stjórnarinnar til að lækka vaxta­stig

Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi ...
7. jún 2023

Hver er þín verðbólga?

Viðskiptaráð hefur sett upp reiknivél sem gerir hverjum og einum kleift að ...
17. ágú 2022

Hver er þín verðbólga?

Viðskiptaráð hefur sett upp reiknivél sem gerir öllum kleift að reikna sína ...
29. mar 2023