Esko Aho á Viðskiptaþingi 2013

Fyrrum forsætisráðherra Finnlands, Esko Aho, verður aðalræðumaður á Viðskiptaþingi 2013 sem fram fer 13. febrúar næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Esko hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum og er í dag fræðimaður (e. senior fellow) hjá Kennedy School of Government í Harvard og stjórnunarráðgjafi hjá Nokia.

Í erindi sínu mun Esko ræða þá þætti sem mikilvægir eru fyrir vöxt hagkerfa og þar með lífskjara. Hann mun snerta á lærdómum Finna frá Norðurlandakrísunni ásamt því að fara yfir mikilvægi nýsköpunar (e. innovational eco-system) fyrir lönd af stærðargráðu Íslands. Honum er einnig hugleikið mikilvægi samstarfs til að tryggja efnahagsstöðuleika og við úrlausn vandamála. Esko þekkir vel til mála í alþjóðlegu efnahagslífi og verður áhugavert að fá sýn hans á tækifæri Íslands næstu árin. Að loknu erindi sínu mun Esko taka við spurningum fundargesta.

Skráning á Viðskiptaþing 2013 er hafin - Nánari upplýsingar um dagskrá

Viðskiptaþing 2013 er haldið undir yfirskriftinni Stillum saman strengi: hagkvæmni til heilla. Þar verður fjallað um fyrirliggjandi framleiðnivanda hagkerfisins og mögulegar úrbætur þar á. Þá verður farið yfir mikilvægi þess að ákvarðanir séu í samræmi við langtímastefnu og rætt um áhrifamátt samstarfs til eflingar lífskjara. Á þinginu verður gefin út Hugmyndahandbók, þar sem reifaðar eru fjölmargar tillögur að aukinni hagkvæmni til heilla.

Tengt efni

Umsagnir

Gölluð og óljós leið hlutdeildarlána

Markmið frumvarps um hlutdeildarlán eru góð en leiðin að þeim er ekki líkleg til ...
22. jún 2020
Fréttir

Viðskiptaþing 2013: Hugmyndahandbók um aukna framleiðni

Á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem fram fer 13. febrúar næstkomandi á ...
23. jan 2013
Fréttir

Láttu þig ekki vanta á Viðskiptaþing

Nú á miðvikudag (13. febrúar) kl. 13.30-16.15 fer fram árlegt Viðskiptaþing ...
11. feb 2013