Formenn stjórnmálaflokka á Viðskiptaþingi í næstu viku

Skráning stendur yfir á Viðskiptaþing 2013 sem fram fer á miðvikudag í næstu viku (13. febrúar). Þingið er haldið á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni Stillum saman strengi: hagkvæmni til heilla. Í fyrra komust færri að en vildu og hvetjum við áhugasama því til að skrá sig tímanlega. Skráning fer fram hér.

Á þinginu verða pallborðsumræður formanna stjórnmálaflokka undir stjórn Brynju Þorgeirsdóttur. Þetta verður í fyrsta sinn þar sem núverandi formenn flokkanna koma saman og ræða stefnumálin fyrir kosningarnar í apríl. Í pallborðinu eru:

  • Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar - Jafnaðarmannaflokks Íslands
  • Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
  • Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins
  • Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér.

Tengt efni

Tækifæri til breytinga

Ríkisstjórnin hélt, en það þýðir það ekki að allt þurfi að vera eins og á ...
30. sep 2021

Viðskiptaþing 2016 (Uppselt)

Viðskiptaþing 2016 verður haldið þann 11. febrúar næstkomandi. Yfirskrift ...
11. feb 2016

Einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið

Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands efna til hádegisverðarfundar um ...
2. sep 2013