Formenn stjórnmálaflokka á Viðskiptaþingi í næstu viku

Skráning stendur yfir á Viðskiptaþing 2013 sem fram fer á miðvikudag í næstu viku (13. febrúar). Þingið er haldið á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni Stillum saman strengi: hagkvæmni til heilla. Í fyrra komust færri að en vildu og hvetjum við áhugasama því til að skrá sig tímanlega. Skráning fer fram hér.

Á þinginu verða pallborðsumræður formanna stjórnmálaflokka undir stjórn Brynju Þorgeirsdóttur. Þetta verður í fyrsta sinn þar sem núverandi formenn flokkanna koma saman og ræða stefnumálin fyrir kosningarnar í apríl. Í pallborðinu eru:

  • Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar - Jafnaðarmannaflokks Íslands
  • Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
  • Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins
  • Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér.

Tengt efni

Þörf á að treysta og styrkja flutningskerfi raforku

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010.
7. okt 2022

Tækifæri til breytinga

Ríkisstjórnin hélt, en það þýðir það ekki að allt þurfi að vera eins og á ...
30. sep 2021

Viðskiptaþing 2016 (Uppselt)

Viðskiptaþing 2016 verður haldið þann 11. febrúar næstkomandi. Yfirskrift ...
11. feb 2016