Einföldun á skattkerfinu í farvatninu

Á skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA nú í janúar tilkynnti fjármálaráðherra að hefja ætti vinnu við að auka samkeppnishæfni skattkerfisins. Síðustu vikur hefur Viðskiptaráð tekið þátt í þeirri vinnu auk fulltrúa ráðuneyta, FLE og RSK en gera má ráð fyrir að áfangaskýrsla starfshópsins verði birt á næstunni.

Meginverkefni hópsins var að draga fram helstu fingurbrjóta í skattframkvæmd gagnvart fyrirtækjum til að auka gagnsæi og einfalda skattkerfið. Tímans vegna lagði hópurinn ekki fram ákveðnar efnisbreytingar á viðkomandi lagaákvæðum, en gert er ráð fyrir að nánari greining og útfærsla eigi sér stað í framhaldinu.

Í áfangaskýrslu hópsins er komið víða við og standa vonir Viðskiptaráðs til þess að vinna af þessu tagi sé aðeins fyrsta skrefið í átt að auknu samstarfi um endurbætur á skattkerfinu. Það eru sameiginlegir hagsmunir að vel takist til í þessum efnum. Einfalt og gagnsætt skattkerfi ýtir undir tekjuöflunarmöguleika ríkisins, auðveldar starfsumhverfi eftirlitsaðila og bætir rekstrarumhverfi fyrirtækja og samkeppnishæfni Íslands í heild.

Tengt efni

Til aðstoðar fyrirtækjum með afgerandi hætti

Starfshópur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur lagt fram tillögur í ...
29. jún 2020

Hraðari viðspyrna með erlendri fjárfestingu

Verulega hefur dregið úr erlendri fjárfestingu á síðustu árum og hefur ...
2. des 2020

Í grænu gervi? - Kynning á Skattadegi

Kynning Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings Viðskiptaráðs, frá skattadegi ...
3. feb 2020