Útgerðarmenn og fulltrúar launþega skiptust á skoðunum á morgunverðarfundi VÍ

Á morgunverðarfundi Verslunarráðs sagði Guðmundur Kristjánsson aðaleigandi útgerðarfélagsins Brims nauðsynlegt að koma á vinnustaðasamningum í íslenskum sjávarútvegi. Hann sagði að hleypa yrði lífi í greinina þannig að starfsfólk (sjómenn) og stjórnendur (útvegsmenn) ynnu betur og markvissara saman að þróun greinarinnar. Hann sagði núverandi fyrirkomulag þar sem öllu væri miðstýrt vera alltof þungt og seinvirkt. Til þess að bæta samkeppnishæfni fyrirtækisins þyrfti umhverfið að vera sveigjanlegt svo auðvelt væri að laga það að breyttum ytri aðstæðum á hverjum tíma. Lykilatriðið væri að starfsmenn og stjórnendur ynnu vel og náið saman að markmiðum fyrirtækisins. Guðmundur sagði að útgerðarfélagið Brim hf. væri að fara úr því að vera framleiðslufyrirtæki yfir í að vera þjónustufyrirtæki við ferska markaðinn. Slíkt kallaði á breytt skipulag og hugsunarhátt. Með því að semja sérstaklega við áhöfnina á Sólbak EA-7 fengju skipverjar10 daga frí í mánuði í stað 3 daga áður fyrr (miðað við að farið væri í 2 túra í mánuði). Slíkt væri mikil kjarabót auk þess sem samkomulagið gerði ráð fyrir einu uppgjöri í mánuði og að allir skipverjar fengju sömu laun per dag á sjó. Guðmundur sagði það vera mikið réttlætis mál milli skipverja að allir væru á sama kaupi per. dag á sjó. Guðmundur sagði að greinin yrði að fá frelsi til að þróast á eigin forsendum án þeirrar miklu miðstýringu sem hún hefði mátt þola á síðustu árum og áratugum.

Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ sagði það vera grundvallarmarkmið stéttarfélaga að koma í veg fyrir að einn atvinnurekandi deili og drottni yfir kjörum og aðbúnaði í krafti beinna eða óbeinna hótanna um atvinnu- og/eða tekjumiss. Gylfi sagði kjarasamningar gilda sem lágmarkskjör í viðkomandi starfsgrein, líka gagnvart fyrirtækjum utan samtaka atvinnurekenda og launafólks utan stéttarfélaga. Hann sagði óviðunandi að skipulagi á vinnumarkaði væri kastað til hliðar vegna skammtímahagsmuna eins útgerðarmanns og sagði að því yrði mætt af fullri hörku með því sem til þyrfti!

Sjá glærur Guðmundar Kristjánssonar hér
Sjá glærur Gylfa Arnbjörnssonar hér

Tengt efni

Fimm staðreyndir inn í kjaraviðræður

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, skrifar um fimm staðreyndir ...
24. jan 2024

Stjórnvöld búa ekki til samkeppni

Stjórnvöld búa ekki til samkeppni. Þau hafa aftur á móti mikil áhrif á ...
26. jún 2023