Vald og ábyrgð ríkisstofnana

Niðurstaðan Ríkisendurskoðunar, um að margar stofnanir komist upp með að fara langt fram úr fjárheimildum, oft ár eftir ár, án þess að gripið sé til lögbundinna aðgerða, vekur upp spurningar um tengsl valds og ábyrgðar hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Búið er að færa meira vald til yfirmanna og forstöðumanna en ábyrgðin hefur ekki flust með. Uppsöfnuð útgjöld ríkisstofnana umfram fjárlög og aðrar heimildir voru 12,7 milljarðar króna í árslok 2004. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er kveðið á um ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana, m.a. að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunar eigi að vera í samræmi við fjárlög. Mikilvægt er að lögunum sé framfylgt þannig að forstöðumenn geti ekki óáreittir farið fram úr fjárheimildum ár eftir ár. Slíkt hefur slævandi áhrif á aðra forstöðumenn sem vilja kappkosta að halda sig innan heimilda. Ekki er alltaf við forstöðumenn ríkisstofnana að sakast, þar sem fjárlagavaldið, ríkisstjórn og þing, hafa í einhverjum tilfellum falið ríkisstofnunum að sinna ákveðnum verkefnum en nægjanleg fjárframlög ekki fylgt. Þjóðin hefur ekki efni á að stærsta fyrirtæki landsins sé rekið þannig að það fari langt út fyrir áætlanir. Hingað til hafa einkaaðilar sýnt meiri ráðdeild í rekstri en ríkisfyrirtæki og því mikilvægt að verkefni ríkisins verði í auknum mæli færð til einkaaðila.

Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Frumvarp til breytingar á raforkulögum þarfnast talsverðar endurskoðunar

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. ...
15. mar 2023

Tölur í tóma­rúmi og tíma­bundni banka­skatturinn

Skýrasta tækifærið til að bæta kjör landsmanna er að lækka bankaskattinn enn ...
16. maí 2023