Reykjavíkurborg selur loksins Vélamiðstöðina

Í gær var undirritaður samningur um kaup Íslenska Gámafélagsins ehf. á Vélamiðstöðinni ehf. sem hefur verið í eigu Reykjavíkurborgar, bæði beint og óbeint með eignaraðild Orkuveitunnar. 

Viðskiptaráð fagnar þessari einkavæðingu. Ráðið lét sig málefni Vélamiðstöðvarinnar varða á síðasta ári í kjölfar útboðs vegna gámaþjónustu við endurvinnslustöðvar. Gagnrýndi ráðið mjög þessa atvinnustarfsemi borgarinnar og Orkuveitunnar og benti á ójafna samkeppnisstöðu á þessum markaði vegna hennar.

Nú er því fagnað að fyrirtækjum borgarinnar fækkar um eitt um leið og Verslunarráð hvetur til þess að áfram verði haldið á sömu braut, bæði með sölu borgarfyrirtækja, eins og Malbikunarstöðvarinnar, og með því að borgin dragi sig úr samkeppnisrekstri eins og t.d. dagvistun barna.

Tengt efni

Greinar

Á eftir einum höfrungi kemur annar

Saga íslenska höfrungahlaupsins og dreifing launa landsmanna, að ógleymdu því að ...
30. jan 2020
Greinar

Peningasendingar frá hálaunalandinu

Ein afleiðingin af fjölgun innflytjenda er stökkbreyting peningasendinga milli ...
10. mar 2020
Fréttir

Samtal um gagnkvæmar þarfir borgar og atvinnulífs

Fulltrúar frá Viðskiptaráði Íslands sátu fund með Reykjavíkurborg 11. október ...
17. okt 2019