Reykjavíkurborg selur loksins Vélamiðstöðina

Í gær var undirritaður samningur um kaup Íslenska Gámafélagsins ehf. á Vélamiðstöðinni ehf. sem hefur verið í eigu Reykjavíkurborgar, bæði beint og óbeint með eignaraðild Orkuveitunnar. 

Viðskiptaráð fagnar þessari einkavæðingu. Ráðið lét sig málefni Vélamiðstöðvarinnar varða á síðasta ári í kjölfar útboðs vegna gámaþjónustu við endurvinnslustöðvar. Gagnrýndi ráðið mjög þessa atvinnustarfsemi borgarinnar og Orkuveitunnar og benti á ójafna samkeppnisstöðu á þessum markaði vegna hennar.

Nú er því fagnað að fyrirtækjum borgarinnar fækkar um eitt um leið og Verslunarráð hvetur til þess að áfram verði haldið á sömu braut, bæði með sölu borgarfyrirtækja, eins og Malbikunarstöðvarinnar, og með því að borgin dragi sig úr samkeppnisrekstri eins og t.d. dagvistun barna.

Tengt efni

Lögð verði áhersla á að liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar ...
2. mar 2022

Hverju fórna foreldrar vegna leikskólavandans í Reykjavík?

Á sjöunda hundrað börn, 12 mánaða á eldri, bíða nú eftir leikskólaplássi í ...
12. ágú 2022

Já, það þarf að segja þetta. Oft.

Svanhildur Hólm skrifar um úttekt Viðskiptaráðs á umsvifum hins opinbera í ...
2. des 2021