Geðveik jól

Viðskiptaráð Íslands ákvað að senda ekki út jólakort til félagsmanna og færa í stað þess samtökunum Hugarafli styrk.

Hugarafl hefur starfað að málefnum tengdum bataferli geðsjúkra og valdeflingu. Ein af þeim hugmyndum sem hafa verið á teikniborðinu er stofnun Hlutverkaseturs og ákvað Viðskiptaráð að eyrnamerkja styrkinn því verkefni. Meginmarkmið með rekstri Hlutverkaseturs er að efla virkni og þátttöku geðsjúkra einstaklinga í daglegum störfum. Þannig er ætlunin að geðsjúkir geti mótað þjónustu, tekið þátt í nýsköpun og skapað störf þar sem þeirra sérþekking er nýtt. Með því móti er þeim einstaklingur veittur stuðningur við að koma sér aftur inn í atvinnulífið, öllum til hagsbóta.

Á myndinni má sjá Höllu Tómasdóttir, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, afhenda Auði Axelsdóttir styrkinn.

Tengt efni

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Ekki skjóta sendiboðann

Efling segir framlag hins opinbera til nokkurra málaflokka benda til þess að ...
16. ágú 2022

Gleðileg jól

Viðskiptaráð Íslands óskar Íslendingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á ...
24. des 2009