Nýr starfsmaður á skrifstofu

Hulda Sigurjónsdóttir er nýr starfsmaður á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands. Hún mun sinna margvíslegum verkefnum, s.s. útgáfu ATA Carnet skírteina, upprunavottorðum, síma og móttöku.

Hulda hefur fjölbreytta menntun og reynslu að baki.  Hún hefur stúdentspróf frá FB, sveinspróf í kjólasaum og diploma í förðunarfræði.  Hún bjó í Madrid og Kuala Lumpur síðustu tvö árin, en hefur nú kastað akkeri á Íslandi.

Tengt efni

Ísland 2015 á Akureyri

Viðskiptaráð Íslands í samstarfi við Vaxtarsamning Eyjafjarðar boðar til ...
23. mar 2006

Breytt ferli upprunavottorða

Fyrir skömmu gaf Viðskiptaráð út drög að leiðbeiningum fyrir breytt ferli við ...
18. mar 2013

Vinnulag við umsóknir um upprunavottorð

Þann 8. ágúst var tekið í notkun rafrænt umsóknarkerfi um upprunavottorð til ...
1. sep 2014