Heppilegt fyrir opinbera aðila að selja fasteignir sínar

Heppilegt væri fyrir ríki og sveitarfélög að selja fasteignir sínar fasteignafélögum og leigja þær svo af þeim. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands hefur gefið út og verður kynnt á ráðstefnu um einkaframkvæmd sem haldin verður í Háskólann í Reykjavík í dag klukkan 15:30.

Þróunin hefur verið sú að stór fyrirtæki og einhver sveitarfélög hafa verið að koma fasteignum sínum í hendur einkarekinna fasteignafélaga. Reynsla þeirra hefur sýnt að bygginga- og rekstrarkostnaður minnkar. Sem dæmi má nefna byggingarkostnaður nokkurra skóla sem Eignarhaldsfélagið fasteign hf. hefur byggt og rekið fyrir sveitarfélög hefur verið fjórðungi lægri en kostnaður vegna sambærilegra skóla hjá opinberum aðilum.

Í skýrslunni er reynt að kortleggja umfang fasteigna ríkisins og þess húsnæðis sem ríkið leigir af einkaaðilum. Niðurstaðan er sú að 85% af því húsnæði sem ríkið notar er í ríkiseigu, en 15% er leigt af einkaaðilum. Þessi skipting er mjög misjöfn eftir ráðuneytum og undirstofnunum þeirra sem sýnir að svo virðist sem engin heildstæð stefna er til staðar í þessum málaflokki.

Athuganir ríkisendurskoðunar Bretlands sýna að verkefni hins opinbera fara í 73% tilfella fram úr kostnaðaráætlun, en aðeins 20% tilfella þegar um aðkomu einkaaðila er að ræða. Þá fara 70% opinberra framkvæmda fram úr tímaáætlunum þar í landi, en aðeins 24% verkefna þar sem einkaaðilar taka þátt. Ekkert bendir til annars en að hlutföllin séu svipuð hérlendis.

Það er mat skýrsluhöfunda að ríkið gæti losað um hátt í 80 milljarða króna ef fasteignir yrðu seldar. Því gæti verið um að ræða umfangsmestu einkavæðingu íslandssögunnar. Viðskiptaráð leggur til að féð verði allt notað í að greiða upp skuldir. Ríkið myndi þannig spara fjármagnskostnað til viðbótar við þann byggingar- og rekstrarkostnað sem sparast af fasteignunum. Þýðingarmikið er að slíkur sparnaður verði notaður til að lækka skatta.

Skýrsluna má nálgast hér.

Tengt efni

Stjórnvöld nýta ekki undanþágur atvinnulífinu til hagsbóta

Umsögn VÍ og SA um drög að frumvarpi til laga um breytinga á lögum um ...
6. des 2022

Viðskiptaráð hvetur löggjafann til að leita hófsamari leiða

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum
1. nóv 2022

Reiðir pennar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, segir Viðskiptaráð fara ...
15. sep 2022