Viðskiptaráð fagnar framfaraskrefi í rekstri OR

Tillaga um breytingu á rekstrarformi Orkuveitu Reykjavíkur úr sameignarfélagi í hlutafélag er skref í rétta átt og fagnar Viðskiptaráð henni. Í kjölfarið væri eðlilegt að selja fyrirtækið til einkaaðila og nýta þannig kraft einkaframtaksins í útrás íslenskra orkufyrirtækja.

 

Það er aftur á móti varhugavert að gera slíka rekstrarbreytingu ef hún er eingöngu ætluð til einföldunar þátttöku OR í útrásarverkefnum utan landsteina Íslands. Slík verkefni ættu alfarið að vera í höndum einkaaðila, enda um áhættuverkefni að ræða sem heyrir ekki undir þjónustuframboð hins opinbera.

 

Eðlilegt væri að aðskilja þessi tvö verkefni innan Orkuveitunnar, þ.e. innlenda grunnþjónustu annars vegar og verkefni tengd stóriðju og útflutningi hugvits og sérþekkingar hins vegar. Þannig væri hægt að koma þeim armi starfseminnar sem ekki heyrir undir grunnþjónustu til einkaaðila, sé ekki vilji til að selja alla starfsemi fyrirtækisins.

Tengt efni

Umsagnir

Frekari fjárauka þörf

Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið vegna COVID-19 lofa góðu og styður ...
24. mar 2020
Kynningar

Í grænu gervi? - Kynning á Skattadegi

Kynning Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings Viðskiptaráðs, frá skattadegi ...
3. feb 2020
Fréttir

Fjölbreytileiki: Árvekniátak Viðskiptaráðs Íslands

Viðskiptaráð Íslands kynnir til leiks árvekniátak um fjölbreytileika. Aukin ...
21. maí 2019