Háskólinn í Reykjavík fagnar 10 ára starfsafmæli

Þann 4. september síðastliðinn fagnaði Háskólinn í Reykjavík 10 ára starfsafmæli skólans. Af því tilefni var nýju verkefni skólans, Þegar vel er sáð, formlega hleypt af stokkunum. Verkefnið gengur í stuttu máli út á að skólinn; starfsfólk, núverandi og fyrrverandi nemendur ætla í framtíðinni að bjóða samtökum sem starfa í þágu almannaheilla aðgang að starfskröftum sínum og þekkingu. Með því er ætlunin að stuðla að auknum lífsgæðum í samfélaginu og jafnframt skapa gott fordæmi um samfélagslega ábyrgð fólks og fyrirtækja, með því að deila þekkingu og kröftum með öðrum í almannaþágu.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var einnig heiðraður sérstaklega háskólalaga sem voru samþykkt frá Alþingi árið 1998. Sú löggjöf opnaði fyrir rekstur einkaháskóla á Íslandi og voru forsenda þess að Háskólinn í Reykjavík var stofnaður. Þá var veitt heimild til stofnunar einkarekinna Háskóla.

Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun hefur verið helsti bakhjarl skólans frá stofnun hans. Það er félögum og stjórn Viðskiptaráðs mikill ánægja að hafa fengið að taka þátt í uppbyggingu skólans og ljóst er að framtíð hans er afar björt.

Starfsmenn skólans standa við afmælisterturnar

Starfsmenn, nemendur og aðrir gestir fagna afmæli skólans samanSvafa Grönfeldt, rektor HR, heldur hátíðaræðu í tilefni afmælisins

 

Tengt efni

Ávarp Ara Fenger á Viðskiptaþingi

Ari Fenger flutti opnunarávarp á Viðskiptaþingi 2024. Þetta var hans síðasta ...
12. feb 2024

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...

Lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
21. mar 2023