Afleiðubækur og opnir gjaldeyrisskiptasamningar verða eftir í gömlu bönkunum

Eins og fram hefur komið var upphaflegri ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda gömlu bankanna breytt á þann veg að nýir bankar taka ekki við slíkum samningum líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Meginástæðan er sú að bankarnir hefðu ekki getað afhent þann gjaldeyri sem umræddir samningar kváðu á um. Í ákvörðuninni segir orðrétt „verði ákvörðuninni ekki breytt að þessu leyti er talið sýnt að Nýi Landsbanki Íslands hf. muni vanefna skuldbindingar sínar samkvæmt þessum samningum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum“.

Ljóst er að þetta mun koma illa við mörg fyrirtæki með opna skiptasamninga og getur hreinlega riðið baggamuninn í þeirra rekstri. Gert er ráð fyrir svörum frá viðskiptaráðuneytinu eða öðrum fulltrúum stjórnvalda um stöðu þessara mála a samráðsfundi aðila vinnumarkaðar og Viðskiptaráðs síðar í dag.

Tengt efni

Óljós atriði um hagsmunaverði

Viðskiptaráð styður markmið frumvarpsins að auka gagnsæi og efla varnir gegn ...
4. mar 2020

Tvöfalt heilbrigðiskerfi í bígerð

Viðskiptaráð hvetur ráðherra til að ná samningum á grundvelli tímabærra ...
23. apr 2021