Gjaldeyrismál

Staðan á gjaldeyrismarkaði hefur lítið breyst undanfarna daga og er temprun gjaldeyrisútflæðis Seðlabankans enn við lýði. Viðskiptabankarnir þrír, Glitnir, Landsbanki og Kaupþing, geta afgreitt erlendar greiðslur í einhverjum mæli en miðlunin er óábyggileg og miklum takmörkunum háð. Sparisjóðabankinn býr þó sem fyrr yfir greiðslumiðlunarkerfi sem virkar.

Á meðan óvissa ríkir um endanlega aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lánveitaingar annarra aðila til Íslands mun ástandið á gjaldeyrismarkaði ekki breytast. Þess vegna er nauðsynlegt að ráðamenn beiti sér fyrir því að fá niðurstöðu í þessi mál sem fyrst. Afgreiðslu umsóknar Íslands hefur nú verið frestað margsinnis hjá IMF án þess að fyrir því liggi skýrar ástæður.

Tengt efni

Umsagnir

Góðar aðgerðir sem duga skammt

Viðskiptaráð fagnar þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið vegna kórónuveirunnar ...
24. mar 2020
Fréttir

Vopn gegn sameiginlegum óvini

Viðskiptaráð Íslands hefur tekið saman mögulegar aðgerðir og það sem þarf að ...
10. mar 2020
Fréttir

Við erum öll á sama báti

16. mar 2020