Gjaldeyrismál

Staðan á gjaldeyrismarkaði hefur lítið breyst undanfarna daga og er temprun gjaldeyrisútflæðis Seðlabankans enn við lýði. Viðskiptabankarnir þrír, Glitnir, Landsbanki og Kaupþing, geta afgreitt erlendar greiðslur í einhverjum mæli en miðlunin er óábyggileg og miklum takmörkunum háð. Sparisjóðabankinn býr þó sem fyrr yfir greiðslumiðlunarkerfi sem virkar.

Á meðan óvissa ríkir um endanlega aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lánveitaingar annarra aðila til Íslands mun ástandið á gjaldeyrismarkaði ekki breytast. Þess vegna er nauðsynlegt að ráðamenn beiti sér fyrir því að fá niðurstöðu í þessi mál sem fyrst. Afgreiðslu umsóknar Íslands hefur nú verið frestað margsinnis hjá IMF án þess að fyrir því liggi skýrar ástæður.

Tengt efni

Já, það þarf að segja þetta. Oft.

Svanhildur Hólm skrifar um úttekt Viðskiptaráðs á umsvifum hins opinbera í ...
2. des 2021

Future of the Seafood Industry in Germany and Iceland

How do Germany and Iceland meet the challenges for the seafood industry and what ...
12. feb 2008

Dagskrá viðskiptadags í Milanó 26.maí

09:30– 10:00 Registration, 10:00– 10:20 Opening of the event. Moderator: Guðjón ...
26. maí 2008