Morgunverðarfundur með Seðlabankastjóra

Þriðjudaginn 18. nóvember stendur Viðskiptaráð fyrir árlegum morgunverðarfundi í tilefni útgáfu Peningamála. Þar mun Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, ræða um hagstjórnina. Þeir sem taka til máls í umræðum að lokinni framsögu eru:

• Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans
• Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans
• Gylfi Zoega, deildarforseti og prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands
• Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis

Friðrik Már Baldursson, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, stjórnar umræðum. Fundurinn hefst kl. 08:15 og stendur til kl. 9:30 á Hilton Nordica. Fundargjald er kr. 3.500 með morgunverði. Fundurinn er öllum opinn.

Tengt efni

Viðburðir

Hagstjórnarvandinn, horft til framtíðar

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands ræðir stöðu ...
7. nóv 2006
Fréttir

Fjölsóttur og skemmtilegur fundur um peningamál

Tæplega 200 manns mættu á morgunverðarfund Viðskiptaráðs á Hilton Reykjavík ...
6. nóv 2007
Fréttir

Fjölsóttur morgunverðarfundur um peningamál

Mikil þátttaka var á árlegum fundi Viðskiptaráðs Íslands í tilefni útgáfu ...
18. nóv 2008