Frumkvöðlastarf og nýsköpun

Frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi kemur til með að gegna lykilhlutverki í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Af þeim sökum er mikilvægt að hlúð verði að slíku starfi og því sköpuð hagfeld skilyrði . Í þessu felst m.a. að skapa hagkvæmt rekstarumhverfi fyrir sprotafyrirtæki og tryggja frumkvöðlum með góðar hugmyndir aðgengi að fjármagni til að hrinda þeim í framkvæmd.  Efla þarf sjóðakerfi til stuðnings nýsköpun (Frumtak, Nýsköpunarsjóð og Tækniþróunarsjóð) og jafnvel draga úr skilyrðum sem umsækjendur þurfa að uppfylla til hljóta styrki.

Gróskumiklu frumkvöðlastarfi er ætlað að leiða af sér fjölgun í stoðum íslensks atvinnulífs.  Í því sambandi er rétt að benda á öflug fyrirtæki á borð við CCP, Össur og Marel, sem öll eru afrakstur frjós nýsköpunarstarfs og skila nú verulegum útflutningstekjum. Hlutur menntakerfisins í uppbyggingu sprotastarfsemi er afar stór og því brýnt að styrkja frumkvöðlanám í háskólum og tvinna saman við þær háskólagreinar sem teljast helst uppspretta nýrra hugmynda.

Nánar er fjallað um þetta mál auk fjölda annarra í nýlegri skoðun Viðskiptaráðs, „Aðgerðir í þágu atvinnulífs“, sem nálgast má hér.

Tengt efni

Viðskiptaráð kynnti áherslur sínar á kosningafundi í morgun

Viðskiptaráð Íslands bauð fulltrúum stjórnmálaflokka til fundar og þáðu ...
15. sep 2021

Verðmætasköpun er forsenda velferðar

Áherslur Viðskiptaráðs Íslands fyrir alþingiskosningar 2021
15. sep 2021