Umsagnir Viðskiptaráðs á sumarþingi

Viðskiptaráð hefur skilað inn talsverðum fjölda umsagna við ýmis frumvörp sem hafa verið lögð fram á yfirstandandi sumarþingi. Þar má helst nefna frumvarp um bankasýslu ríkisins, um eignaumsýslufélag ríkisins, um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, um vátryggingarstarfsemi, um tilfærslu verkefna innan stjórnarráðsins og um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Að auki skilaði ráðið inn tæplega 40 umsögnum á síðastliðnu vorþingi. Þá hafa starfsmenn ráðsins jafnframt verið boðaðir fyrir þingnefndir til að fjalla nánar um afstöðu ráðsins til ýmissa mála.

Viðskiptaráð hvetur aðildarfélög til að hafa samband telji þau ástæðu til að gera athugsemdir við tiltekin frumvörp. Vinsamlegast beinið öllum athugsemdum til lögfræðings Viðskiptaráðs, Haralds I. Birgissonar, í síma 510-7109 eða á tölvupóstfangið haraldur@vi.is.

Umsagnir Viðskiptaráðs má nálgast hér.

Tengt efni

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Viðskiptaráð leitar að lögfræðingi

Starf lögfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar
4. mar 2023

María nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs

María kemur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og mun hefja störf ...
12. maí 2023