Gleðileg jól

Viðskiptaráð Íslands óskar Íslendingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Í stað þess að senda út prentuð jólakort gefur Viðskiptaráð samsvarandi upphæð til góðgerðarmála. Að þessu sinni var styrkurinn látinn renna til Fjölskylduhjálpar Íslands.

Fjölskylduhjálp Íslands hefur unnið óeigingjarnt og mikilvægt starf til stuðnings efnaminni fjölskyldum á Íslandi. Vikulega úthluta sjálfboðaliðar matvælum, notuðum og nýjum fatnaði, ungbarnavörum og notuðum og nýjum leikföngum til fjölda einstaklinga og fjölskyldna árið um kring. Það er von Viðskiptaráðs að starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands gangi sem allra best og eiga allir sem að henni standa hrós skilið.

Tengt efni

Hátíðarkveðja frá Viðskiptaráði

Afgreiðsla vottorða sem Viðskiptaráð gefur út verður með rafrænum hætti á milli ...
18. des 2023

Hátíðarkveðja frá Viðskiptaráði

Móttaka Viðskiptaráðs verður lokuð á milli jóla og nýárs en hægt er að hafa ...
19. des 2022

Lokað milli jóla og nýárs

Skrifstofa Viðskiptaráðs Íslands verður lokuð á milli jóla og nýárs.
22. des 2021