Aðalfundur 2018

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Fulltrúum allra aðildarfélaga er heimilt að sækja fundinn.

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 9. grein laga ráðsins:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar bornir upp til samþykktar
  3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt
  4. Lagabreytingar
  5. Kosning kjörnefndar
  6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð
  7. Önnur mál

Lagabreytingar

Á fundi stjórnar Viðskiptaráðs Íslands þann 8. janúar 2018 var ákveðið að leggja fram tillögur til breytinga á lögum ráðsins á aðalfundi. Í meðfylgjandi skjali er nánari grein gerð fyrir þeim lagabreytingartillögum.

Hér má sjá lagabreytingartillögur.

Stjórnarkjör

Stjórn ráðsins er skipuð 38 einstaklingum. Þeir félagar sem hafa áhuga á að setja nafn sitt á ábendingalista vegna stjórnarkjörs, og ljá félaginu krafta sína með stjórnarstörfum, eru beðnir að senda tölvupóst á Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, í síðasta lagi þriðjudaginn 23. janúar 2018.

Kosning stjórnar er óbundin þannig að kjörgengir eru allir skuldlausir félagsmenn (stjórnendur í fyrirtækjum sem eiga aðild að Viðskiptaráði). Ábendingalisti með nöfnum þeirra sem gefa sérstaklega kost á sér til stjórnarsetu (og fylgir kjörseðli) er því aðeins leiðbeinandi.

Kjörseðlar verða sendir út með rafrænum hætti þriðjudaginn 30. janúar nk.

Framboð til formanns

Formaður stjórnar er kosinn sérstaklega í bundinni kosningu og skal framboðum til formanns skilað skriflega til skrifstofu ráðsins í síðasta lagi þriðjudaginn 23. janúar nk. Komi aðeins fram eitt framboð til formanns fer engu að síður fram kosning.

Hér má sjá allar upplýsingar um aðalfundinn.

Tengt efni

Velkomin til framtíðarinnar, árið 2003

Landvernd kynnti tillögur um orkuframleiðslu og -skipti til ársins 2040 án ...
27. jún 2022

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2022

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram fimmtudaginn 10. febrúar kl. 9.00 í ...
12. jan 2022

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2022

Fimmtudaginn 10. febrúar kl. 9.00 í Húsi atvinnulífsins
10. feb 2022