Aðalfundur 2018

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Fulltrúum allra aðildarfélaga er heimilt að sækja fundinn.

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 9. grein laga ráðsins:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar bornir upp til samþykktar
  3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt
  4. Lagabreytingar
  5. Kosning kjörnefndar
  6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð
  7. Önnur mál

Lagabreytingar

Á fundi stjórnar Viðskiptaráðs Íslands þann 8. janúar 2018 var ákveðið að leggja fram tillögur til breytinga á lögum ráðsins á aðalfundi. Í meðfylgjandi skjali er nánari grein gerð fyrir þeim lagabreytingartillögum.

Hér má sjá lagabreytingartillögur.

Stjórnarkjör

Stjórn ráðsins er skipuð 38 einstaklingum. Þeir félagar sem hafa áhuga á að setja nafn sitt á ábendingalista vegna stjórnarkjörs, og ljá félaginu krafta sína með stjórnarstörfum, eru beðnir að senda tölvupóst á Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, í síðasta lagi þriðjudaginn 23. janúar 2018.

Kosning stjórnar er óbundin þannig að kjörgengir eru allir skuldlausir félagsmenn (stjórnendur í fyrirtækjum sem eiga aðild að Viðskiptaráði). Ábendingalisti með nöfnum þeirra sem gefa sérstaklega kost á sér til stjórnarsetu (og fylgir kjörseðli) er því aðeins leiðbeinandi.

Kjörseðlar verða sendir út með rafrænum hætti þriðjudaginn 30. janúar nk.

Framboð til formanns

Formaður stjórnar er kosinn sérstaklega í bundinni kosningu og skal framboðum til formanns skilað skriflega til skrifstofu ráðsins í síðasta lagi þriðjudaginn 23. janúar nk. Komi aðeins fram eitt framboð til formanns fer engu að síður fram kosning.

Hér má sjá allar upplýsingar um aðalfundinn.

Tengt efni

Harvard - um Ísland

Áðurnefndum fundi Harvard: Um Ísland sem halda átti á morgun, miðvikudaginn 1. ...
1. okt 2008

Viðskiptaþing 2019

Viðskiptaþing 2019 er haldið 14. febrúar og ber yfirskriftina Skyggni nánast ...
14. feb 2019

Ráðstefna um góða stjórnarhætti

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og ...
10. mar 2015