Dagskrá Viðskiptaþings 2015

Dagskrá Viðskiptaþings 2015 hefur verið birt en í ár ber þingið heitið „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ Fjallað verður um hlutverk og umfang hins opinbera, áskoranir og tækifæri sem felast í innleiðingu kerfisbreytinga og leiðir til að skapa breiðari samstöðu um umbætur í opinberum rekstri.

Aðalræðumaður þingins verður Daniel Cable, prófessor í stjórnun við London Business School. Hann mun fjalla um þær aðferðir sem leiðtogar geta beitt til að innleiða breytingar á farsælan hátt, meðal annars í samtökum með marga ólíka hagsmunaaðila líkt og hjá hinu opinbera.

Þá munu einnig taka til máls formaður og varaformaður Viðskiptaráðs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri.

Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi munu að erindum loknum taka þátt í pallborði þar sem rætt verður um getu stjórnmálanna til að sameinast um breytingar.

Þingið fer fram fimmtudaginn 12. febrúar kl. 13.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Í fyrra komust færri að en vildu og því hvetjum við áhugasama til þess að skrá sig tímanlega.

Skráning hér

Tengt efni

Greinar

Ótímabærar launahækkanir

Að ráðast í launahækkanir á tímum þegar fjölmörg fyrirtæki eiga á hættu að fara ...
25. mar 2020
Fréttir

Myndir frá Viðskiptaþingi 2015

Um 450 manns mættu á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands sem ...
13. feb 2015
Fréttir

Skráning hafin á Viðskiptaþing

Viðskiptaþing árið 2015 verður haldið undir yfirskriftinni „Tölvan segir nei - ...
11. des 2014