Úrskurður EFTA um verðtryggingu neytendalána

Í morgun birti EFTA-dómstóllinn niðurstöðu varðandi tilskipun Evrópusambandsins um neytendalán og var hún að ekki er lagt almennt bann við skilmálum um verðtryggingu veðlána. Það er því íslenskra dómstóla að meta hvernig fara skuli með verðtrygginguna og að meta lögmæti samningsskilmála um verðtryggingu afborgana af láni til fjármögnunar á fasteignakaupum.

Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sagði í samtali við Vísi.is að niðurstaðan sé rökrétt að mati Viðskiptaráðs en þrátt fyrir það geti einstakir skilmálar verið brot á íslenskum lögum og innlendir dómstólar þurfi að skera úr um það.

Björn vísaði einnig til máls sem EFTA-dómstóllinn hefur nú til meðferðar og mun álykta um síðar í haust, en það varðar mál sem höfðað var vegna verðtryggðs láns þar sem miðað var við 0% verðbólgu í greiðsluáætlun. Það sé hins vegar enn óljóst hvernig málið verði afgreitt og þar geta lán sem veitt voru með þessum hætti enn verið úrskurðuð ólögmæt.

Björn segir mikilvægt að málinu ljúki hjá Hæstarétti sem fyrst þar sem umfang innlends skuldabréfamarkaðar sé mikið, eða í kringum ein landsframleiðsla og þar af eru þrír fjórðu verðtryggðir. Viðskiptaráð leggi því mikla áherslu á að það komi endanleg niðurstaða fyrir íslenskum dómstólum.

Hér má sjá umfjöllun Vísis:

„Verðtryggingin heldur“

„Rökrétt niðurstaða að mati Viðskiptaráðs“

Tengt efni

Almennar aðgerðir varði leiðina áfram

Með ströngum skilyrðum hlutabótarleiðar er beinlínis gengið gegn þeirri áherslu ...
27. maí 2020

Forgangsraða þarf aðgerðum í loftslagsmálum

Nauðsynlegt er að kostnaðar- og ábatagreinaþær aðgerðir sem ráðast á í svo hægt ...
5. okt 2020

Afnema þarf að fullu einokunarverslun ríkisins á smásölu með áfengi

Einokunarstaða ÁTVR hefur þær afleiðingar að kraftar samkeppni leiða ekki til ...
4. mar 2021