Fimmtán fengu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti

Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland verðlaunuðu nýverið fimmtán fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Í síðustu viku veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland stjórnum 15 fyrirtækja viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og nafnbótina „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“.

Verkefnið var sett á fót fyrir um áratug síðan, með það fyrir augum að bæta stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi og auka eftirfylgni stjórna þeirra við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland.

Í verkefninu felst að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda sinna. Einnig er könnuð fylgni við leiðbeiningarnar, almennar reglur og lög sem gilda um starf stjórna.

Í ársbyrjun 2020 tók Stjórnvísi, stærsta fagfélag landsins um stjórnun, verkefnið og framkvæmd þess að sér, en fram að því hafði Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hjá Háskóla Íslands sinnt því allt frá tilkomu þess u.þ.b. áratug áður.

Fyrirtækin sem hlutu nafnbótina að þessu sinni, eru:

Arion banki hf.

Eik fasteignafélag hf.

Íslandsbanki hf.

Íslandssjóðir hf.

Kvika hf.

Landsbankinn hf.

Lánasjóður sveitarfélaga ohf.

Mannvit hf.

Reginn hf.

Reiknistofa bankanna hf.

Reitir hf.

Stefnir hf.

Vátryggingafélag Íslands hf.

Vörður hf.

Ölgerðin Egill Skallagríms hf.

Öll eru þessi fyrirtæki vel að nafnbótinni komin, starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfanna til fyrirmyndar.

Tengt efni

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtækjum í stjórnarháttum veitt viðurkenning

Hópur fyrirtækja í fjölbreyttri starfsemi hlaut í dag verðlaun fyrir góða ...
22. ágú 2023

Dauða­færi ríkis­stjórnarinnar til að lækka vaxta­stig

Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi ...
7. jún 2023