Heimsókn frá Kanaríeyjum

Sendinefnd frá Kanaríeyjum er nú stödd á Íslandi og af því tilefni bauð Spánsk-íslenska viðskiptaráðið til fundar í Húsi atvinnulífsins í morgun

Sendinefnd frá Kanaríeyjum er nú stödd á Íslandi á vegum Spánsk–íslenska viðskiptaráðsins. Í sendinefndinni eru meðlimir í Viðskiptaráði Gran Canaria, ráðherrar úr heimastjórn eyjunnar og forsvarsfólk ýmissa fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Gran Canaria. Tilgangur komu sendinefndarinnar er að fræðast um stafræna þróun og viðskipti íslenskra fyrirtækja auk þess að efla samstarf milli landanna.

Í tilefni komu sendinefndarinnar bauð Spánsk-íslenska viðskiptaráðið til fundar í Húsi atvinnulífsins í morgun þar sem Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs, Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri hjá SAF, Andri Kristjánsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Trappa og Kara Connect, héldu erindi, auk þeirra Elena Máñez, ráðherra efnhags- og atvinnumála, og Yaiza Castilla, ráðherra ferðamála, nýsköpunar og viðskipta.

Í lok fundarins skrifuðu svo Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands og Santiago de Armas, varaformaður Viðskiptaráðs Gran Canaria undir viljayfirlýsingu um samstarf ráðanna tveggja.

Viðskiptaráð Íslands og Spánsk-íslenska viðskiptaráðið þakka sendinefndinni kærlega fyrir komuna og óska gestunum góðrar og árangursríkrar dvalar á Íslandi.

Luis Padrón, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Gran Canaria, Astrid Helgadóttir, formaður Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands, og Santiago de Armas, varaformaður Viðskiptaráðs Gran Canaria.
Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs
Yaiza Castilla, ráðherra ferðamála, nýsköpunar og viðskipta
Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri hjá SAF
Elena Máñez, ráðherra efnhags- og atvinnumála

Tengt efni

Vel heppnað Viðskiptaþing

Viðskiptaþing fór fram fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Yfirskrift þingsins ...
14. feb 2024

Umsögn um frumvarp til laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir

Sameiginleg umsögn Viðskiptaráðs, SA, SAF, SFS og SVÞ um frumvarp til laga um ...

Fullkomlega áhugaverðar upplýsingar

Fjár­mál og efna­hags­mál eru stund­um tyrf­in og fæst­um blaðamönn­um eða ...
19. apr 2023