Miðasala er hafin á Viðskiptaþing 2019

Miðasala er hafin á Viðskiptaþing 2019. Tryggðu þér miða sem fyrst þar sem uppselt hefur verið á þingið síðustu ár og sætaframboð takmarkað.

Áskoranir nútímaleiðtoga hafa breyst í takt við gífurlegt upplýsingaflæði og tækniframfarir. Auknar áherslur á viðskiptasiðferði, samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru ennfremur að gjörbreyta viðskiptaháttum. Viðskiptaþing 2019 fjallar um hvernig leiðtoginn fetar farsælan veg í heimi óvissu þar sem skyggni er nánast ekkert.

Aðalfyrirlesarar þingsins eru Paul Polman, fyrrum forstjóri Unilever (2009-2018) og Valerie G. Keller, forstjóri Ernst & Young - Beacon Institute.
 • Hilton Nordica
 • Fimmtudaginn 14. febrúar 2019
 • 13:00 - 17:00

Verð

 • Aðildarfélagar (ef 3 eða fleiri gestir) 15.900 kr.
 • Aðildarfélagar (ef 1-2 gestir) 17.900 kr.
 • Almennt gjald 25.900 kr.


Nánari dagskrá auglýst síðar.

KAUPA MIÐA

Paul Polman

er forstjóri UNILEVER, eins stærsta fyrirtækis heims og einn helstiforkólfur viðskiptasiðferðis.

“This is a great time for brands which can provide a beacon of trust for consumers. These days, CEOs don’t just get judged by how well their share prices are doing, but by what impact they are having on society.”

 • Forstjóri Unilever frá árinu 2009
 • Stjórnarformaður alþjóðaviðskiptaráðsins (e. ICC)
 • Meðlimur alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum)
 • Stjórnarformaður The B-Team
 • Varastjórnarformaður UN Global Compact
 • Stjórnarmeðlimur alþjóða neytendavöruráðsins (e. Consumer Good Forum)
 • Fyrrum stjórnarformaður alþjóða viðskiptaráðsins um sjálfbæra þróun (e. World Business Council for Sustainable Development)


Valerie G. Keller

er forstjóri Ernst & Young - Beacon Institute og talsmaður tilgangsdrifinnarleiðtogafærni (e. purpose driven leadership) með langtímavirði að leiðarljósi.

 • Forstjóri Ernst & Young – Beacon Institute
 • Ein af ungum leiðtogum alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum Young Global Leader)
 • Framkvæmdastjóri hjá Ernst & Young LLP
 • Situr í ráðgjafaráði Global Thinkers Forum, World Policy Institute ogWomanity US
 • Verðlaunahafi JP Morgan Chase's 20 Under 40 og Change Agent Network's Humanitarian of the Year awards
 • Ráðgjafi þingnefnda Bandaríkjanna
 • Stofnaði og leiddi aðgerðaáætlanir við enduruppbyggingu heilbrigðis- oghúsnæðiskerfisins í kjölfar fellibylsins Katrina

Paul Polman og Valerie G. Keller hafa lengi unnið náið saman að breyttum ogbættum viðskiptaháttum á heimsvísu.

KAUPA MIÐA

Við hlökkum til að sjá ykkur á Viðskiptaþingi 2019.

Tengt efni

Skilvirkni og hagkvæmni í þágu atvinnulífs og neytenda

Opinberar stofnanir ættu að vera færri frekar en fleiri, umfang þeirra nægilegt ...
12. nóv 2020

Sameiningin sem endaði ofan í skúffu

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjallar um áform stjórnvalda ...
5. ágú 2020

Viðskiptaþing 2019

Viðskiptaþing 2019 er haldið 14. febrúar og ber yfirskriftina Skyggni nánast ...
14. feb 2019