Samfélagsskýrsla ársins 2020 - opið fyrir tilnefningar

Festa, Stjórn­vísi og Viðskiptaráð Íslands auglýsa eftir tillögum um fyrir­tæki eða stofnun sem hlýtur viður­kenn­ingu fyrir Samfé­lags­skýrslu ársins 2020.

Festa, Stjórn­vísi og Viðskiptaráð Íslands auglýsa eftir tillögum um fyrir­tæki eða stofnun sem hlýtur viður­kenn­ingu fyrir Samfé­lags­skýrslu ársins 2020.

Smelltu hér til að tilnefna skýrslu

Viður­kenn­ingu fyrir samfé­lags­skýrslu ársins hlýtur fyrir­tæki eða stofnun sem birtir upplýs­ingar um samfé­lags­ábyrgð sína með mark­vissum, vönd­uðum og nútíma­legum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða öðrum hætti sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjár­festar, viðskipta­vinir, samstarfs­að­ilar, yfir­völd og/eða almenn­ingur.

Dómnefnd metur allar tillögur sem berast og getur einnig byggt val sitt á eigin frum­kvæði.

Dómnefnd skipa:

  • Jóhanna Harpa Árna­dóttir verk­efna­stjóri samfé­lags­ábyrgðar hjá Lands­virkjun – formaður dómnefndar
  • Tómas Möller yfir­lög­fræð­ingur Lífeyr­is­sjóðs Versl­un­ar­manna
  • Hulda Stein­gríms­dóttir umhverf­is­stjóri Lands­spítala
  • Fyrir­tækjum og stofn­unum er frjálst að tilnefna eigin skýrslu
  • Farið verður með nöfn þeirra sem tilnefna sem trún­að­armál, eingöngu aðgengileg dómnefnd.
  • Frest­urinn til að senda inn tillögur rennur út þann 22.maí 2020
  • Viður­kenn­ingin verður afhent við hátíð­lega athöfn 9.júní á Nauthól. Magnús Harð­arson forstjóri kaup­hallar Nasdaq á Íslandi mun taka þátt í athöfn­inni og flytja þar erindi.

    Viðurkenn­ingarhátíðin er öllum opin og skráning fer fram hér.

Þetta er í þriðja sinn sem verð­launin eru veitt en áður hafa Lands­bankinn (2018) og ISAVIA (2019) hlotið þau.

Tengt efni

Viðburðir

Íslenska er góður bisness - Tilnefningar

Viðskiptaráð Íslands, Árnastofnun og Festa kalla eftir tilnefningum til ...
16. nóv 2018
Viðburðir

Samfélagsskýrsla 2019

Viðskiptaráð, Festa og Stjórnvísi auglýsa eftir tillögum að fyrirtæki eða ...
13. jún 2019
Fréttir

Brandenburg hlaut hvatningarverðlaunin og Mjólkursamsalan heiðursverðlaun

Sannkölluð hátíðarstund var í húsakynnum Arion Banka í morgun þar sem ...
16. nóv 2018