Samkeppnishæfni Íslands 2020: Niðurstöður kynntar

Viðskiptaráð Íslands býður til opins fjarfundar 16. júní þar sem niðurstöður árlegrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands 2020 verða kynntar

Ísland hefur flakkað milli sæta síðustu ár og verður forvitnilegt að sjá stöðu landins í ár, en á tímum mesta atvinnuleysis í nútímahagsögu Íslands hefur samkeppnishæfni landsins aldrei verið mikilvægari. Á fundinum verður ennfermur farið yfir helstu áskoranir sem varða samkeppnishæfni Íslands.

Fundurinn fer fram kl. 9:00-9:40 16. júní
Tengill á streymi kemur hér inn síðar.

Dagskrá:
- Opnun: Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs
- Samkeppnishæfni Íslands 2020: Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs
- Samkeppnishæfni frá sjónarhóli sprota: Stefanía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Avo
- Samantekt: Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs