Samkeppnishæfni Íslands 2019: Hvar stöndum við?

Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki bjóða til morgunverðarfundar á Hilton Reykjavík Nordica 29. maí. Niðurstöður árlegrar úttektar viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni ríkja verða kynntar og staða Íslands í því samhengi sérstaklega rædd. Síðast féll Ísland niður um fjögur sæti og var í 24. sæti - hvar stöndum við nú? Horft verður á samkeppnishæfni í gegnum framtíðarlinsur Viðskiptaráðs árin 2018-2021 en þær eru: Tæknilinsan, mannauðslinsan, umhverfislinsan og tengslalinsan.

Skráning fer fram hér

 • Hótel Nordica
 • Miðvikudagurinn 29. maí
 • 8:30-10:00

Dagskrá:

 • Opnun: Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs
 • Ávarp ráðherra: Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
 • Samkeppnishæfni Íslands 2019: Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs
 • Samkeppnishæfni í gegnum framtíðarlinsur Viðskiptaráðs:
  • Tæknilinsan: Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania
  • Mannauðslinsan: Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka
  • Umhverfislinsan: Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu
  • Tengslalinsan: Hjálmar Gíslason, forstjóri Grid.

Allir velkomnir.

Skráning fer fram hér

Skoða niðurstöður frá 2018

Tengt efni

Litið yfir sérkennilegt ár

„Enginn veit neitt, en allir eru að gera sitt besta,“ hefur ósjaldan flogið í ...
8. jan 2021

BRÍS: Annual Golf Day at the Belfry

Join in on our 15th Golf Day - yet another year at The Belfry. The reason? The ...
11. maí 2017

AMÍS: Opinn fundur um niðurstöðu forsetakosninganna

Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 8.30-10.00 fer fram opinn fundur um niðurstöðu ...
9. nóv 2016