Sammála umsögn um áfengisfrumvarp

Viðskiptaráð fagnar umsögn meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um endurskoðun á áfengislöggjöfinni. Þar kemur fram að rétt sé endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Ráðið tekur undir þau sjónarmið sem þar koma fram um að hlutverk ríkisins sé ekki að reka verslanir, hvort heldur með áfengi eða aðrar vörur.

Í umsögn meirihlutans kemur fram að hið skaðlega eðli áfengis ætti ekki að koma í veg fyrir að smásala þess verði gerð frjáls. Einkaaðilum sé í dag treyst til þess að selja vörur á borð við tóbak og vopn en viðskiptin séu bundin skilyrðum sem löggjafinn setur. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi yrði sala áfengis bundin sambærilegum skilyrðum.

Í umsögn sinni fjallar meirihlutinn einnig um þau sjónarmið sem gætt hefur í umræðunni um að nái frumvarpið fram að ganga muni þjónusta við kaupendur versna og vöruúrval minnka. Bendir meirihluti nefndarinnar á að það skjóti skökku við að frjálsum markaði sé treyst til að sjá almenningi fyrir matvöru en ríkisvaldið verði að tryggja gott aðgengi að áfengi.

Viðskiptaráð er einnig sammála því mati meirihluta nefndarinnar að samhliða frjálsri smásölu áfengis eigi að afnema bann við áfengisauglýsingum og heimila framleiðendum að kynna vörur sínar fyrir neytendum.

Viðskiptaráð skilaði umsögn um frumvarpið til allsherjar- og menntamálanefndar í lok síðasta árs. Í umsögninni lýsir ráðið afstöðu sinni til málsins, styður frumvarpið og leggur til að það nái fram að ganga.

Tengt efni

Nauðsynlegt að skapa rétta hvata

Umsögn Viðskiptaráðs og SA um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs ...
31. mar 2023

Áform megi ekki draga úr framboði lána

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á þinglýsingalögum o.fl. vegna ...
6. sep 2022