Skattadagurinn 2022

Hinn árlegi Skattadagur Viðskiptaráðs, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins verður í streymi fimmtudaginn 13. janúar klukkan 9.

Skattadagurinn er haldinn árlega í samstarfi Viðskiptaráðs, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins. Mjög góð þátttaka hefur verið á viðburðinn síðustu ár og ljóst að hann hefur fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni. 

Að þessu sinni verður dagskrá dagsins send út í streymi hér á vefnum, fimmtudaginn 13. janúar frá klukkan 9 og stendur dagskráin í um klukkustund.

Við vekjum athygli á að engin skráning er á viðburðinn enda streymið öllum opið.

Tengt efni

Miðasala hafin á Skattadaginn 2023

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og SA fer fram miðvikudaginn 11. janúar ...
4. jan 2023

Nú er bara að hefjast handa

Á Skattadeginum 2022 var sjónum beint að nauðsynlegum umbótum í íslensku skattkerfi
13. jan 2022