Útsending frá Viðskiptaþingi

Viðskiptaþing 2022 hefst klukkan 13:30 en fyrstu erindi þingsins verða send út í beinu streymi

Viðskiptaþing 2022 fer fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica og hefst dagskrá þingsins klukkan 13:30. Nánari upplýsingar um þingið og dagskrá þess má finna hér en uppselt er á viðburðinn.

Ávörp formanns Viðskiptaráðs, Ara Fenger, forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur og formanns Mannauðs, Ásdísar Eirar Símonardóttur, verða send út í beinu streymi hér fyrir neðan. Að öðru leyti er þingið einungis opið miðahöfum.

Streymi frá Viðskiptaþingi 2022