Skortur á samráði um losunarheimildir

Viðskiptaráð skilaði inn umsögn með Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum ferðaþjónustunnar og  Samtökum iðnaðarinsvið áform um frumvarp til breytinga á lögum um loftslagsmál.

Viðskiptaráð skilaði inn umsögn með Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum ferðaþjónustunnar og  Samtökum iðnaðarins við áform um frumvarp til breytinga á lögum um loftslagsmál. Áformin eiga rót sína að rekja til sameiginlegs markmiðs Íslands, Noregs og ESB um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til 2030 og skuldbindinga samkvæmt tilskipun 2003/87/EB, um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, með síðari breytingum.

Með frumvarpinu eru boðaðar viðamiklar lagabreytingar sem gert er ráð fyrir að Alþingi hafi lokið við að festa í lög fyrir næstu áramót og mun ETS- loftslagsheimildkerfið þá ná til mun fleiri þátta atvinnustarfsemi en áður ásamt því að hert verður á kröfum um upplýsingaskil og skil á heimildum.

Samtökin vöktu athygli á því að samkvæmt áformunum eiga breytingarnar að skila 5-7 ma.kr. í ríkssjóð til ársins 2027 en samt er gert ráð fyrir að innheimta þjónustugjöld af atvinnulífinu við umsýsluna. Þá virðist ekki áformað að grípa til neinna ráðstafana þrátt fyrir að í tilskipuninni sé viðurkennt að breytingarnar komi með mismunandi hætti niður á aðildarríkjunum og af þeim sökum m.a. er kveðið á um tiltekna ráðstöfun fjármuna ETS heimilda á markaði í tilskipuninni.

Að lokum gagnrýndu samtökin skort á samráði, sérstaklega í ljósi þess hve skammur tími er til stefnu, eigi að lögfesta lagafrumvarp fyrir áramót.

Tengt efni

Keppni án verðlauna

Við fáum engin verðlaun fyrir að vera kaþólskari en páfinn
12. júl 2023