Við leitum að nýjum hagfræðingi

Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir nýjum hagfræðingi. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Starfið er fjölbreytt og samanstendur meðal annars af skrifum og greiningarvinnu vegna útgáfu nýs efnis, miðlun í gegnum fjölmiðla og þátttöku í mótun stefnu ráðsins.

Helstu verkefni

  • Skrif úttekta, skýrslna, blaðagreina, álita, umsagna um þingmál og gerð kynninga
  • Ytri samskipti og tengslamyndun gagnvart fjölmiðlum og öðrum hagsmunaaðilum
  • Leiðandi hlutverk í mótun og framkvæmd málefnastarfs ráðsins
  • Leiðsögn fyrir sérfræðing á hagfræðisviði
  • Virkt hlutverk í stefnumörkun ráðsins

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólagráða í hagfræði ásamt rétti til að kalla sig hagfræðing
  • Viðeigandi starfsreynsla æskileg
  • Áhugi á þjóðmálum og grunnþekking á rekstrarumhverfi atvinnulífsins
  • Frumkvæði og hæfileikar til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum
  • Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á starfsumsokn@vi.is. Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar 2017. Nánari upplýsingar veitir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í síma 510 7100.

Viðskiptaráð Íslands var stofnað árið 1917 sem frjáls félagasamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi.

Tengt efni

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023

Viðskiptaráð leitar að lögfræðingi

Starf lögfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar
4. mar 2023

Tryggðu þér miða á Viðskiptaþing 2023

Miðasala er hafin á Viðskiptaþing sem haldið verður á Hilton Reykjavik Nordica ...
17. jan 2023