Viðskiptaráð leitar að framkvæmdastjóra

Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi.

Við leitum að öflugum og árangursdrifnum einstaklingi í krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarf hjá Viðskiptaráði Íslands. Leitað er að framsýnum einstaklingi sem hefur faglegan metnað, frumkvæði, forystuhæfileika og framúrskarandi samskiptahæfni.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Dagleg stjórnun og rekstur skrifstofu.
 • Yfirumsjón með skipulagi málefna og kynningarstarfs.
 • Eftirfylgni með stefnu og ákvörðunum stjórnar og samþykktum aðalfundar.
 • Ábyrgð á starfsemi og fjárreiðum gagnvart stjórn.
 • Samskipti við fjölmiðla og talsmaður sjónarmiða VÍ þar sem við á.
 • Stuðla að öflugum tengslum við aðildarfélaga og opinbera aðila.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun æskileg.
 • Reynsla af stjórnun og stefnumótun.
 • Sterk tengsl í atvinnulífinu.
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
 • Frumkvæði og forystuhæfileikar.
 • Sjálfstæð vinnubrögð og jákvætt viðhorf.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Ráðið og þeir sem að því standa telja að heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf skapi forsendur til framfara og bættra lífskjara hér á landi. Frá stofnun VÍ, árið 1917, hefur tilgangur þess verið sá sami, að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum atvinnulífs, óháð atvinnugreinum eða stærð fyrirtækja, og að efla frjálsa verslun og framtak.

Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar nk. Sótt er um starfið á vinnvinn.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is).

Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Jón Júlíus nýr samskiptastjóri Viðskiptaráðs

Jón kemur frá Ungmennafélagi Grindavíkur og mun hefja störf í október
12. sep 2023

Viðskiptaráð leitar að lögfræðingi

Starf lögfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar
4. mar 2023