Viðskiptaráð verðlaunaði útskriftarnema HR

-Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs - t.h. með verðlaunahöfum. Á myndina vantar Sigríði Maríu Egilsdóttur, verðlaunahafa úr lögfræðideild.

Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað nema sem útskrifast með láði frá Háskólanum í Reykjavík. Síðastliðinn laugardag, þann 10. febrúar sl., var árleg útskrift HR þar sem Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, flutti ræðu og verðlaunaði fjóra nemendur.

Sagði Ásta meðal annars í ræðu sinni: „Á tímum þar sem tæknin er að breyta leikreglum atvinnu- og viðskiptalífsins er nánast ómögulegt að segja til um hvað þið munið starfa við á næstu árum. Starfsemi fyrirtækja og uppbygging þeirra er að gjörbreytast og kröfur til starfsfólks sömuleiðis. Við þurfum því að vera tilbúin að aðlaga okkur að breyttum heimi þar sem sjálfvirknivæðing og gervigreind munu leika stærra hlutverk en áður."

Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningu Viðskiptaráðs fyrir framúrskarandi námsárangur:

Úr lagadeild – Sigríður María Egilsdóttir

Úr tækni- og verkfræðideild – Magnús Hagalín Ásgeirsson

Úr tölvunarfræðideild – Agnes Jóhannesdóttir

Úr viðskiptadeild – Brynjar Gauti Guðjónsson

Viðskiptaráð óskar þeim til hamingju með árangurinn og óskar þeim gæfu og velfarnaðar í framtíðinni.

Ræða Ástu S. Fjeldsted í heild sinni.

Tengt efni

Engar tekjur og endalaus útgjöld? Greining á loforðum flokkanna

SA og VÍ áætla að afkoma ríkissjóðs gæti versnað um allt að 250 milljarða. ...
22. sep 2021

Hvað á að gera við allar þessar háskólagráður?

Fjölgun háskólamenntaðra er stór áskorun en í raun ...
1. júl 2021

Breytt aðgangsskilyrði til góðs

Eyða þarf þeim hömlum sem til staðar eru fyrir þá sem kynnu að kjósa list- ...
9. mar 2021