Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Viðskiptaráð Íslands hefur í gegnum tíðina verðlaunað nema sem útskrifast með láði frá Háskólanum í Reykjavík. Síðastliðinn laugardag, þann 28. janúar, var árleg útskrift HR þar sem Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, flutti ræðu og verðlaunaði fjóra nemendur.


Sagði Frosti meðal annars í ræðu sinni: „Menntun er samfélagsmál og menntun er efnahagsmál. Mikilvægi öflugra menntastofnana verður því seint ofmetið." Í ljósi komandi Viðskiptaþings ráðsins undir yfirskriftinni „Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi" nefndi hann þá ábyrgð sem atvinnulífið bæri í því að stórauka útflutningstekjur af vörum og þjónustu sem ekki krefjast beins aðgengis að náttúruauðlindum. Þekking þeirra sem nú stíga út í atvinnulífið muni nýtast til að efla auðlindagreinar enn frekar og þar að auki mætti vænta þess að einhver þeirra stofni þekkingardrifin útflutningsfyrirtæki.


Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningu Viðskiptaráðs fyrir framúrskarandi námsárangur:

Úr lagadeild – Marta Bryndís Matthíasdóttir

Úr tækni- og verkfræðideild – Hákon Valur Dansson

Úr tölvunarfræðideild – Fanney Sigurðardóttir

Úr viðskiptadeild – Ingveldur Anna Sigurgeirsdóttir

Viðskiptaráð óskar þeim til hamingju með árangurinn og óskar þeim gæfu og velfarnaðar í framtíðinni.

Ræða Frosta Ólafssonar í heild sinni.

Myndir frá FB síðu HR.

Tengt efni

Hvað á að gera við allar þessar háskólagráður?

Fjölgun háskólamenntaðra er stór áskorun en í raun ...
1. júl 2021

Breytt aðgangsskilyrði til góðs

Eyða þarf þeim hömlum sem til staðar eru fyrir þá sem kynnu að kjósa list- ...
9. mar 2021

Upplifa kynin vinnustaðinn á ólíkan hátt?

Árleg könnun á stöðu, upplifun og líðan starfsfólks í fyrirtækjum á Íslandi þar ...
19. jan 2021