Ný útgáfa hagskýrslunnar „The Icelandic Economy 2017"

Ný útgáfa skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“ hefur nú verið gefin út. Í henni er fjallað um stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag, nýlega atburði í stjórnmálum, viðskiptum og efnahagslífi og langtímahorfur í hagkerfinu.

Skýrsluna má nálgast hér.

Í skýrslunni er m.a. fjallað um eftirfarandi atriði

  • Samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavísu og þróun landsframleiðslu í alþjóðlegu samhengi
  • Umræður er varða peningamál, þróun verðbólgu og gengisbreytingar
  • Utanríkisviðskipti og erlendar skuldir
  • Áherslur nýrrar ríkisstjórnar í utanríkis- og skattamálum
  • Fjármagnshöftin, aflétting þeirra og áhrif á hagkerfið
  • Stór fjárfestingarverkefni í ferðaþjónustu, kísiliðnaði og fleiri greinum
  • Fjármálakerfið, aðgengi að fjármagni og þróun á eignamörkuðum
  • Framtíðarhorfur á íslenskum markaði, vaxtarmöguleikar sem og helstu áskoranir komandi ára
  • Stöðu íslensks hagkerfis, m.a. þróun á vinnumarkaði og skuldir hins opinbera og einkaaðila

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum umtalsverðar breytingar á síðustu árum. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til erlendra aðila um stöðu efnahagsmála á Íslandi verið af skornum skammti. Frá haustinu 2008 hefur Viðskiptaráð því reglulega gefið út skýrslu á ensku um stöðu efnahagsmála hérlendis. Skýrslan er send til um 2.200 erlendra tengiliða í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og stjórnkerfum annarrra ríkja víðs vegar um heim.

Skýrsluna má nálgast hér.

Glærukynning er einnig gefin út samhliða skýrslunni en í henni má finna myndir úr skýrslunni á aðgengilegu formi fyrir kynningar á íslensku efnahagslífi.

Glærurnar má nálgast hér.

Panta má prentuð eintök með því að hafa samband við Védísi á netfangið vedis@vi.is.

Ath. Viðskiptaráð býður upp á kynningar á skýrslunni til áhugasamra. Hafa má samband við hagfræðing ráðsins, Kristrúnu Frostadóttur á kristrun@vi.is fyrir nánari upplýsingar.

Tengt efni

Að spá fyrir um það sem hefur aldrei gerst

Sé kíkt undir húddið sést að atvinnuleysi er sá þáttur sem ræður einna mestu um ...
13. maí 2020

Uppfærð skýrsla á ensku um stöðu mála

Nýverið uppfærði Viðskiptaráð skýrslu sína á ensku um stöðu efnahagsmála á ...
6. maí 2010