Einföldun regluverks enn ábótavant

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um þingsályktunartillögu um einföldun regluverks.

Viðskiptaráð hefur lengi talað fyrir einföldun regluverks og styður því heilshugar að stjórnvöld móti og framfylgi skýrri aðgerðaráætlun í þeim efnum líkt og tillagan kveður á um. Markvissar aðgerðir stjórnvalda hafa þó setið á hakanum og vill Viðskiptaráð koma eftirfarandi atriðum á framfæri:

  • Regluverk á Íslandi er of íþyngjandi, en slíkt má sjá á sögulegri þróun, alþjóðlegum samanburði og íþyngjandi innleiðingu EES-reglna, sem allt leiðir til þess að regluverk á Íslandi er meiri byrði á fyrirtæki en í nágrannalöndum okkar.
  • Mikilvægt er að stjórnvöld efni loforð sín um einföldun regluverks svo íslensk fyrirtæki þurfi síður að takast á við óþarflega íþyngjandi og kostnaðarsama reglubyrði sem á endanum skerðir hag og lífskjör almennings.

Lesa má umsögnina í heild sinni hér

Tengt efni

Viðskiptaráð fagnar áætlunum um einföldun regluverks

Viðskiptaráð fagnar umfangsmiklum aðgerðum sem nú standa yfir til að einfalda ...
21. okt 2019

Fækkun leyfisveitinga dregur úr íþyngjandi kröfum

Með fækkun leyfisveitinga er dregið úr óþarfa kvöðum á atvinnulífið þar sem þær ...
2. des 2019

Víða pottur brotinn í laga- og stofnanaumgjörð

Viðskiptaráð telur þarft að framkvæma heildarmat á löggjöf á Íslandi með ...
3. apr 2019