Frumvarp til laga um opinber fjármál

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um opinber fjármál.

Í frumvarpi til laga um opinber fjármál kemur fram að lögunum sé meðal annars ætlað að tryggja vandaðan undirbúning áætlana og lagasetningar sem varða efnahag opinberra aðila og öflun og meðferð opinbers fjár. Í frumvarpinu felst einnig samræming á opinberri fjármálastjórn en í því er kveðið á um formlegt og reglubundið samstarf við sveitarfélögin við mótun fjármálastefnu og gerð fjármálaáætlunar

Í umsögn Viðskiptaráðs um frumvarpið kemur fram að ráðið telji að lögin muni stuðla að bættri hagstjórn og samhæfðari stefnumörkun í fjármálum ríkis og sveitarfélag. Leggur Viðskiptaráð því ríka áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga.

Umsögnina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024

Dauða­færi ríkis­stjórnarinnar til að lækka vaxta­stig

Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi ...
7. jún 2023

Nauðsynlegt að skapa rétta hvata

Umsögn Viðskiptaráðs og SA um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs ...
31. mar 2023