Gildi rafrænna skjala verði ótvírætt

Viðskiptaráð Íslands, ásamt Samtökum atvinnulífsins, Samtökum fjármálafyrirtækja og Samtökum iðnaðarins sendu inn umsögn um frumvarp til laga um rafræna auðkenningu og traustþjónustu. Samtökin gerðu athugasemdir við frumvarpið á fyrri stigum og hefur að nokkru verið komið til móts við þær athugasemdir. Samtökin gera þó nokkrar athugasemdir við frumvarpið og eru þær helst:

  • Samtökin leggja til að sett verði í lögin bráðabirgðaákvæði þar sem fyrirækjum verði gefin rýmri rammi til að bregðast við gildistöku laganna, en nauðsynlegt er að fyrirtækjum hérlendis sé veittur nægjanlegur frestur til að bregðast við breyttu starfsumhverfi og auknum kröfum sem innleiðing reglugerðarinnar hefur í för með sér.
  • Tekinn sé allur vafi af gildi rafrænna skjala í gildandi rétti, en í frumvarpinu kemur fram að í íslenskum rétti sé að meginstefnu unnt að leggja fram rafræn skjöl sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum en hvað varði formskilyrði sé staðan ekki eins skýr. Hér telja samtökin æskilegt að kveðið verði með skýrum hætti á um það í réttarfarslögum að rafræn skjöl uppfylli áskilnað þeirra hvað formskilyrði varði að uppfylttum ákveðnum skilyrðum. Ekki er nóg í íslenskum rétti að sé að meginstefnu unnt að leggja fram rafræn skjöl, til þess að hægt sé að treysta á rafræn skjöl og þar með rafrænar undirskriftir verður gildi rafrænna skjala í íslenskum rétti að vera ótvírætt.

Hér má lesa umsögnina í heild sinni.

Tengt efni

Rafrænar skuldaviðurkenningar verði ekki einskorðaðar við neytendur

Umsögn Viðskiptaráðs við frumvarp til laga um rafrænar skuldaviðurkenningar (mál ...
10. maí 2023

Gerðardómur Viðskiptaráðs innleiðir stafræna lausn Justikal

"Með tilkomu stafræna réttarkerfisins getum við veitt skjólstæðingum okkar ...
24. apr 2023

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Peningamálafundi sem fram fór í gær, 24. nóvember ...
25. nóv 2022